Fréttir

Ættleiðingarþunglyndi (Post-Adoption-Depression-Syndrome)

Tengslavandi kjörforeldra við barn.

Laugardaginn 14. nóvember  kl. 10.00  mun PAS nefnd Íslenskrar Ættleiðingar bjóða upp á fyrirlestur um ættleiðingarþunglyndi og sambandið á  milli þess og tengslavanda kjörforeldris og barns.

Fyrirlesari er Anna María Jónsdóttir geðlæknir. Með henni verður Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari og kjörmóðir tveggja  stúlkna, sem mun segja frá reynslu sinni og upplifun.

 Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði Þekkingar, Hlíðarsmára 11 í Kópavogi.

Fyrirlesturinn verður sendur út í fjarfundi til Akureyrar og verður hann sendur út í húsnæði Þekkingar á Akureyri, Hafnarstræti 93-95 3 hæð.

Við hvetjum  alla félagsmenn til að koma og nýta sér þessa fræðslu, sérstaklega er biðlistafólk hvatt til að koma. Þetta er efni sem á ekki síst erindi til þeirra sem enn eru að bíða eftir barni.

Aðgangseyrir er 1000 kr


Svæði