Fréttir

Afdrif barna á Íslandi sem eru ættleidd erlendis frá

Þriðjudaginn 17. apríl stendur Íslensk ættleiðing fyrir kynning á rannsókninni Afdrif barna á Íslandi sem eru ættleidd erlendis frá.
Rannsóknin var unnin í samvinnu Barna og unglingageðdeildar Landspítala og Háskóla Íslands.
Efnivið rannsóknar var safnað á árunum 2005 og 2006. Niðurstöður hafa m.a. verið kynntar á þingi evrópskra barna og unglingageðlækna í Flórens 2007 og á þingi bandarísku barna og unglingageðlækna samtakanna í Chicago haustið 2008.
Þá hafa niðurstöður úr hluta rannsóknar verið birtar í Læknablaðinu í janúar 2012.

Fyrirlesarar verða Málfríður Lorange taugasálfræðingur og Dagbjörg B. Sigurðardóttir barna og unglingageðlæknir.
Kynningin hefst kl. 20:00 í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg.

Hér er hægt að nálgast auglýsingu um fræðsluna.


Svæði