Fréttir

Áhrif áfalla á börn

Þann 6. nóvember næstkomandi klukkan 20:00, stendur Íslensk ættleiðing fyrir fræðsluerindi sem heitir Áhrif áfalla á börn og er það Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur sem mætir til okkar í þetta sinn.

Fjallað verður um hvernig áföll hafa áhrif á þroska barnsins, ekki síst áföll sem barnið verður fyrir í frumbernsku.  Farið verður yfir  helstu einkenni í kjölfar áfalla og hvernig best er að hlúa fjölskyldunni þegar barn á að baki áfallasögu.

Þóra Sigfríður Einarsdóttir er sérfræðingur í klínískri barnasálfræði með áfallasálfræði sem undirgrein. Þóra Sigfríður hefur starfað sem sálfræðingur frá 2003, þá einkum með fólki sem hefur orðið fyrir áföllum. Í dag starfar hún á Domus Mentis – Geðheilsustöð, ásamt því að vera í doktorsnámi í sálfræði þar sem hún rannsakar áhrif áfalla á geðheilsu fólks.

Fræðslan hefst klukkan 20.00 miðvikudaginn 6.nóvember og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð.

Erindið er félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar að kostnaðarlausu en kostar 1000 kr fyrir aðra.

Einnig verður boðið uppá að horfa á erindið á netinu, skráning hér fyrir neðan:


Svæði