Fréttir

Ekkert nýtt í fréttum

Aðalfundi ÍÆ var frestað vegna óvissu um gerð þjónustusamnings milli Innanríkisráðuneytis og ÍÆ en þegar framboðsfrestur til stjórnarkjörs rann út varð ljóst að enginn félagsmaður hafði áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu við þessar aðstæður.

Í stað aðalfundar efndi stjórn félagsins til almenns félagsfundar til að skýra óljósa stöðu félagsins fyrir félagsmönnum þann 28. mars síðastliðinn. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að aflétta viðvarandi óvissuástandi í rekstri félagsins.

Fundurinn og aðstæður félagsins vöktu mikla athygli í samfélaginu og var mikið fjallað um málefni þessi í fjölmiðlum. Ekkert samband hefur verið haft við ættleiðingarfélagið út af málinu frá ráðuneytinu eða fulltrúum fjárveitingavaldsins.


Svæði