Fréttir

Frábær fræðsludagur á Akureyri

Síðastliðinn hélt Íslensk ættleiðing fræðsludag á Akureyri fyrir félagsmenn og fagfólk. Fundurinn var einstaklega vel sóttur og höfðu forsvarsmenn félagsins á orði réttast væri að halda fræðslufundi félagsins að jafnði fyrir norðan héðan í frá.

Á fimmta tug félagsmanna og fagfólks áttu góðan dag saman við að hlíða á erindi Jórunnar Elídóttur um rannsóknir á fjölskyldum eftir ættleiðingar, Valgerði Baldursdóttur fjalla um mikilvægi tilfinningatengsla og svo þá Kristinn Ingvarsson og Hörð Svavarsson ræða um þróun félagsins og framtíðarsýn.

Lárus Blöndal sálfræðingur félagsins var einnig með sunnanfólki í för og bauð upp á viðtöl fyrir félagsmenn. Þéttbókað var hjá Lárusi allan daginn.


Svæði