Fréttir

Fræðsla - Leitin að upprunanum

Í tilefni af sýningu þáttanna Leitin að upprunanum mun Íslensk ættleiðing vera með fræðslu henni tengdai.

 Fimmtudaginn 27. Október, kl. 20:00 mun Brynja M. Dan Gunnarsdóttir ríða á vaðið með erindinu Ættleiðing og upprunaleit en Brynja er ein af þeim sem er í þáttunum. Brynja er móðir, verkfræðimenntuð og vinnur sem markaðsstjóri hjá s4s. Hún mun miðla reynslu sinni af því að vera ættleidd til Íslands og af upprunaleit sinni síðastliðið sumar.

 Þriðjudaginn 29. nóvember mun gefast kostur á að horfa á lokaþátt seríunar með þremeningunum sem fjallað er um í þáttunum ásamt þáttastjórnandanum. Í lokin verður svo opnað fyrir spurningar til þeirra um þættina, ferlið og upplifunina af upprunaleitinni.

Ættleiddir og aðstandendur þeirra eru sérstaklega hvattir til að koma
Þessar tvær fræðslur verða þær síðustu á þessu ári, en þráðurinn verður tekinn upp aftur í janúar 2017.


Svæði