Fréttir

Fræðslufyrirlestur ÍÆ - Mikilvægi tenglsa

Valgerður Baldursdóttir sérfræðingur i barna- og unglingageðlækningum fjallar um mikilvægi tilfinningatengsla milli barna og umönnunaraðila og þátt þeirra í þroska og mótun persónuleika einstaklingsins.

Valgerður sérhæfði sig í barna– og unglingageðlækningum í Noregi en síðar í fullorðinsgeðlækningum á Íslandi. Hún byrjaði á að reka unglingageðdeild BUGl en varð síðar yfirlæknir BUGL. Undanfarin 10 ár hefur hún starfað sem yfirlæknir á Geðsviði Reykjalundar.

Mikilvægi tengsla hefur verið áhugasvið hennar og faglegt leiðarljós undanfarna áratugi.

Valgerður starfaði í stjórn ÍÆ á upphafsárum félagsins og kom að því að tveimur félögum var steypt í eitt. Valgerður er gift Lárusi H. Blöndal og eiga þau þrjú uppkomin ættleidd börn.

Fyrirlesturinn veður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg (gamli Sjómannaskólinn), fimmtudaginn 13. febrúar klukkan 20:00. 

Skráning er á isadopt@isadopt.is

Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.


Svæði