Fréttir

Fræðsluerindi - Upprunaleit með hjálp DNA

Þriðjudaginn 22.ágúst, stendur Íslensk ættleiðing fyrir fræðsluerindi sem ber nafnið "Upprunaleit með hjálp DNA". Kristín Valdemarsdóttir og fjölskylda hennar segja frá ævintýri sínu við að nota DNA til að leita að uppruna.

Allir eru velkomnir.

Fræðslan hefst kl. 20:00, þriðjudaginn 22.ágúst í sal Framvegis í Borgartúni 20, þriðju hæð.

Frítt er fyrir félagsmenn en kostar 1.000 krónur fyrir aðra.

Einnig verður boðið uppá að horfa á erindið á netinu en þá þarf skráning að berast í síðasta lagi kl 16:00 sama dag og erindið er.

Hlökkum til að sjá ykkur


Svæði