Fundargerð 10. júní 2025
Stjórnarfundur 10. júní 2025
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 10. júní kl. 17:00
Mætt: Helga Pálmadóttir, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Jón Björgvinsson og Sigríður Dhammika Haraldsdóttir. Selma Hafsteinsdóttir var fjarverandi.
Þá tók Ásta Sól Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum.
Dagskrá stjórnarfundar
-
Fundargerð síðasta stjórnarfundar
-
Skýrsla skrifstofu fyrir maí
-
Styrkur frá mennta- og barnamálaráðuneyti
-
Grillið 14.6
-
Maraþonið
-
Heimasíða – fundur 20.5 ræddur
-
Fundur með félagi fósturforeldra
-
Minningrkort
-
Fyrirkomulag með skjöl og annað í óvæntum aðstæðum
-
UMPOD fundur – skýrsla fundar lögð fram og rædd
-
Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt.
2. Skýrsla skrifstofu fyrir maí
Framkvæmdastjóri fer yfir skýrslu skrifstofu og skýrsla rædd.
3. Styrkur frá mennta- og barnamálaráðuneyti
MRN samþykkti styrkbeiðni sem framkvæmdastjóri sendi og samningur kemur frá ráðuneytinu til yfirlestrar.
4. Grillið 14.6
Sumargrill ÍÆ laugardaginn 14. júní rætt. Stjórn hefur leitað eftir styrk frá nokkrum fyrirtækjum. Krummi ehf, leikfangaverslun, hefur gefið félaginu leikföng. ÍÆ hefur áður fengið styrk frá Ölgerðinni í formi drykkja.
Stjórn hvött til að skrá sig í grillið.
5. Maraþonið
Rætt um Reykjavíkurmaraþonið 23. ágúst næstkomandi. Helga hefur sent á Altis fyrirspurn með boli, hún mun hringja á morgun til að ítreka það.
6. Heimasíða
Rætt um fund með Stefnu, sem er með vefsumsjónarkerfið á bakvið isadopt.is, tilboð var sent og stjórn samþykkti að taka því. Framkvæmdastjóri ræðir að stjórn þurfi að aðstoða við þessar breytingar og munu allir aðstoða eins og þeir geta.
7. Fundur með félagi fósturforeldra
Helga formaður ræðir um hugsanlegan fund með félagi fósturforeldra en ekki hefur verið fundinn nákvæmur tími.
8. Minningarkort
Rætt um að bjóða upp á þann möguleika að fólk geti keypt minningarkort sem hægt er að senda aðstandendum í minningu látinna ástvina. Skoðað verður hvernig hægt er að útfæra það.
9. Fyrirkomulag með skjöl og annað tilfallandi í óvæntum aðstæðum
Rætt um hvað væri ef eitthvað kæmi upp á og hvernig stjórn kæmi að. Hægt væri að leita til Elísabetar núverandi stjórnarmanns ef eitthvað kemur upp.
10. UMPOD fundur
Skýrsla fundar framkvæmdastjóra og fulltrúa UMPOD lögð fram og rædd.
11. Önnur mál
a. Skýrsla um ættleiðingar í Svíþjóð.
Rædd staðan þar og annars staðar.
b. Þátttaka starfsmanns á stjórnarfundum
Umræða um hvernig aðkoma starfsmanns gæti verið á stjórnarfundum, t.d. 4 sinnum yfir árið.
Fundi slitið kl. 18:30
Næsti stjórnarfundur þriðjudaginn 12. ágúst kl. 17:00.