Fyrirlestrarröðin Snarl og spjall
Fyrirlestraröðin Snarl og spjall hefst nú aftur eftir töluvert hlé þann 16. febrúar nk. Allar upplýsingar um fyrsta fyrirlesturinn og fyrirlesarann sjálfan eru hér að neðan. Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa og Kínversk-íslenska menningarfélagsins.
Fyrsti fyrirlesturinn er um Kínverska læknisfræði - Chinese medicine
Minghai Hu, nálastungulæknir, mun fjalla um kínverska læknisfræði. Hann er menntaður frá Tianjin University of Traditional Chinese Medicine og kenndi þar sem dósent. Samhliða kennslu starfaði hann á spítala sem nálastungulæknir. Hérlendis starfaði hann hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og er núna með stofu í Reykjavík.
Viðburðurinn er á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem býður einnig upp á ókeypis veitingar. Hann verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar 2023 kl.17:30 í stofu VHV-007, kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Áður en fyrirlesturinn hefst verður boðið upp á veitingar og geta gestir spjallað saman og notið þeirra en síðan tekur fyrirlesturinn við sem áætlað er að taki um 30- 45 mínútur. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.