Fréttir

Fyrirlestur Þórdísar Kristinsdóttur fyrir leikskólafólk

Mánudaginn 15. febrúar hélt Þórdís Kristinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur fyrirlesturinn ,,Ættleidda barnið og leikskólinn” fyrir foreldra og fagfólk í leikskólum á Akureyri og nágrenni.

Fagfólk á svæðinu fjölmennti á fyrirlesturinn þrátt fyrir að veðrið væri aðeins að stríða okkur, en alls mættu 21 af leikskólum, leikskólafulltrúi Akureyrarbæjar auk foreldra.

Mikil ánægja var með fyrirlesturinn og opnuðust augu þátttakenda fyrir sérstöðu barnanna okkar og öllum þeim fjölmörgu þáttum sem hafa þarf í huga við aðlögun og starf barnanna okkar í leikskólunum. Þórdísi tókst ákaflega vel að draga fram alla þá þætti sem hafa þarf sérstaklega í huga í starfi með ættleiddum börnu og mikilvægi þess að öll umönnun sé unnin í nánu samstarfi við foreldra barnanna. Þetta er fyrirlestur sem við mælum sérstaklega með.

Að auk bauð Þórdís upp á ráðgjöf fyrir foreldra og börn í heimahúsum. Um var að ræða 5 tíma sem allir voru nýttir og stefnt er að eftirfylgni eftir þörfum.

F.h. Pas nefndar,
Ingibjörg Magnúsdóttir og Birna Blöndal.


Svæði