Fréttir

Fyrirlestur um Áhrif áfalla á börn

Síðustu vikur hefur Rut Sigurðardóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá félaginu haldið fyrirlestra um Áhrif áfalla á börn í borgarmiðstöðvum Reykjavíkurborgar.

Markmið með þessum fyrirlestri er að auka skilning á aðstæðum og upplifun barna og fjölskyldum ættleiddra, sem og þeim fjölskyldum og börnum sem hafa upplifað mótlæti eða áföll í lífinu.

Þekking á áhrifum áfalla á börn hefur verið að aukast undanfarin ár og við höfum verið að skoða hugtakið áfall út frá öðrum sjónarhornum en áður, til dæmis vegna aukinnar fjölmenningar hér á landi. Hvaða áhrif hefur það á líðan, hegðun og tengsl barna að koma hingað til lands eftir að hafa upplifað aðskilnað, stríð, átök og ferðalag heimshorna á milli?

Hvernig getum við mætt þörfum barna og fjölskyldna með áfallasögu/tengslavanda og hlúð að þeim í skólastarfinu?

 


Svæði