Fréttir

Gleðileg jól 2025

Íslensk ættleiðing óskar félagsmönnum sem og öðrum sem málaflokkurinn snertir gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Skrifstofan verður lokuð frá og með 23. desember og út 5. janúar 2026. Skrifstofan opnar þriðjudaginn 6. janúar kl. 10.30 á nýju ári. Öllum brýnum erindum verður að sjálfsögðu sinnt eins og ávallt hefur verið.
Njótið hátíðanna og ÍÆ hlakkar til að halda áfram að sinna ættleiðingarmálaflokknum af alúð og heilum hug á nýju ári.
Ofarlega í huga okkar þegar þetta ár er um garð að ganga er Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson björgunarsveitarmaður sem lést í fyrra og fjölskylda hans. 

Myndin er frá jólaskemmtun ÍÆ 30. nóvember síðastliðinn en metþátttaka var eða um 70 börn og fullorðnir. ÍÆ þakkar öllum sem veittu vinninga í jólabingóið en þeir komu frá: Eldingu, Keiluhöllinni, Skopp, Skor, Rammagerðinni, Pítunni, Perlunni, Brauð & co, og miðar á jólatónleika með Brunaliðinu.
Jólasveinninn kom með óvæntan glaðning í pokanum sínum frá hinum tékkneska Mikulas jólasveini.


Svæði