Fréttir

Góður og áhugaverður fyrirlestur Sæunnar Kjartansdóttur

Góð mæting á góðan fyrirlestur.
Góð mæting á góðan fyrirlestur.

Fyrsti mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar 2016 „Hvað er svona merkilegt við tengsl“ var haldinn í gærkvöld 27. febrúar sl. í Tækniskólanum í Reykjavík.  Fyrirlesari var Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir.  Hún talaði um m.a. tengsl, tengslakenningar, mismunandi tengsl og helstu afleiðingar þeirra, tengsl barna og foreldra og þríhryningssambönd.  Auk þess kynnti hún áhugaverð myndbönd og spennandi bækur sem tengdust efni fyrirlestursins.  Margir mættu á fyrirlesturinn þrátt fyrir erfiða vetrafærð, auk þeirra mörgu sem nýttu sér netleiðina. Tæknimál netleiðarinnar gekk vel, en þó voru hljóðgæðin enn ekki nægilega góð.  Kappkostað verður að kippa því í liðinn sem allra fyrst.  Fólk virtist mjög ánægt með fyrirlesturinn og uppbyggilegar og áhugaverðar umræður voru í kjölfar hans.  Íslensk ættleiðing þakkar Sæunni kærlega að koma og halda fyrirlesturinn og öllum þeim sem mættu á fyrirlesturinn eða fylgdust með honum á netinu.  Við hvetjum fólk til að lesa þær bækur sem Sæunn hefur skrifað og þær erlendu bækur sem hún benti á.

 

 

 

 

 

 

 


Svæði