Fréttir

Grillveisla - stóráfanga fagnað

Bjarkahlíð við Bústaðaveg
Bjarkahlíð við Bústaðaveg

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að gera leigusamning við Íslenska ættleiðingu á húseigninni Bjarkarhlíð við Bústaðaveg. Af því tilefni býður félagið félagsmönnum og velunnurum til grillveislu í skógarlundinum við húsið næsta laugardag klukkan 14:00.

 Bjarkarhlíð stendur í fallegum skógarlundi austan undir Bústaðakirkju við Bústaðaveg. Þar mun framtíðaraðstaða félagsins verða, skrifstofa, fræðslustarf og þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra eftir ættleiðingu.

Viðræður um samvinnu við Reykjavíkurborg hafa staðið í rúm tvö ár og því er mikið fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð.

Við viljum gleðjast með félagsmönnum og öllum velunnurum félagsins og bjóðum því upp á grillaðar pylsur með öllu eða engu eftir smekk á laugardag klukkan 14:00.


Svæði