Fréttir

Fræðslufyrirlestur ÍÆ - Hamingja

Öll viljum við vera hamingjusöm. Segja má að margt af því sem við gerum taki mið af þessum vilja og að lífsins verkefni sé hamingjuleit og að verða hamingjusöm. Á sama tíma er hamingjan mjög persónuleg reynsla, oft óljóst hvað í henni felst og hvað þurfi nú til að verða hamingusamur. Nú er mikil hátíð að baki og nýtt ár gengið í garð. Á slíkum tímamótum er oft farið yfir það liðna og horft með bjartsýni til framtíðar með góð fyrirheit, vonir og væntingar. Fimmtudaginn 9. janúar næstkomandi kl. 20:00 verður fyrsti mánaðarlegi fyrirlestur Íslenskra ættleiðingar haldin í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg (gamli Sjómannaskólinn)  og fjallar hann um hamingjuna. Fyrirlesari er Lárus H. Blöndal, sálfræðingur og nýr starfsmaður félagsins.

Skráning er á isadopt@isadopt.is 

Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.


Svæði