Fréttir

Hamingjustund

Anna, Katrín, Gunni og Óskar
Anna, Katrín, Gunni og Óskar

Nú í morgun hittu Anna Sigrún og Gunnar Lárus börnin sín í fyrsta sinn. Þau, ásamt móður Önnu, mættu á fund á barnaheimilinu klukkan níu þar sem þau fengu allar helstu upplýsingar áður en þau fengu loksins að hitta börnin einum og hálfum tíma síðar. Það er skemmst frá því að segja að það var ekki margt sem síaðist inn á þessum fundi vitandi af börnunum á næstu hæð fyrir ofan!
Tilfinningin var ólýsanleg þegar þau gengu inn í herbergið þar sem tvíburarnir Katrín Þóra og Óskar Þór biðu þeirra. Þau voru bæði varkár en leist mjög vel á mömmu og pabba og voru komin í fangið á þeim eftir 10 mínútur, alsæl. Óskari leist strax rosa vel á pabba sinn og Katrín hélt sig nálægt mömmu. Þau voru svo saman fram að hvíld hjá börnunum en komu aftur þegar börnin voru vöknuð og nutu þess að eyða restinni af deginum saman.

Umsókn Gunnars og Önnu var samþykkt af yfirvöldum í Tékklandi 14. apríl 2015 og voru þau pöruð við Óskar og Katrínu  23. janúar  2017. Þau voru því á biðlista tæp tvö ár, eða 21 mánuð.
Þetta er er fyrsta fjölskyldan sem sameinast á þessu ári og börnin orðin tvö. Nú hafa 33 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands.

 


Svæði