Fréttir

Hamingjustund

Þetta árið kom jólabarnið frá Tógó, því í dag sameinaðist fjölskylda í Lomé höfuðborg Tógó.

Kristín Gunda fékk stelpuna sína í fangið í fyrsta sinn á barnaheimilinu og þaðan hefur hún ekki viljað fara síðan. Mæðgurnar ná greinilega vel saman, enda ekki ólíkar í skapgerð, báðar með bein í nefinu - og amma fylgist með á hliðarlínunni og brosir út í annað.

Umsókn Kristínar Gundu var send til Tógó 14. apríl 2011 og voru mæðgurnar paraðar saman 6. ágúst 2014. Kristín Gunda var því á biðlista í þrjú ár og þrjá mánuði.

Nú hafa fjögur börn verið ættleitt frá Tógó til Íslands með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar


Svæði