Fréttir

Íslensk ættleiðing 48 ára

Húrra húrra húrra! Í dag fagnar Íslensk ættleiðing 48 ára afmæli. Á þessari næstum hálfri öld hafa margir sigrar unnist en einnig hafa áskoranirnar verið margar. Ættleiðingum hefur fækkað, sérstakleglega á undanförnum árum. Kröfurnar eru meiri, meiri áhersla er á innanlandsættleiðingar í upprunalöndunum sem hvoru tveggja er að sjálfsögðu börnunum fyrir bestu. Stærsta samstarfsland okkar, Tékkland, hefur ekki á móti nýjum umsóknum frá árslokum 2023 þar sem verið er að styrkja fósturkerfið. Nú eru foreldrar sem þegar voru með umsókn að sækja þangað tvíbura sem koma úr fósturkerfinu og er það ÍÆ mikil ánægja að segja frá hversu vel allt er að ganga. Svo hafði Covid því miður áhrif en einnig er ekki hægt að hafa meira en 5 virkar umsóknir í Tógó en þaðan er að vænta góðra frétta.
Við höfum leitast við að styrkja samband okkar við Kólumbíu og bindum vonir við að það muni bera ávöxt. ÍÆ hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að fá að hefja ættleiðingar frá Indlandi að nýju en frá því eru komin um 4 ár en okkur er haldið úti í kuldanum þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir.
Það eru áskoranir framundan en einnig margt skemmtilegt - vonin er okkar sterkasta vopn, sem og þið, kæru félagsmenn, vinir og velunnarar.
Í tilefni dagsins deilum við þessu fallega myndbandi sem Selma Hafsteinsdóttir, stjórnarmaður ÍÆ og foreldri ættleidds drengs frá Tékklandi en 9 ár eru síðan þau sameinuðust. Hún samdi þetta undurfagra lag og ekki laust við að maður fái mörg ryk í augun við þessa fegurð. Smellið HÉR!

Svæði