Fréttir

Skemmtinefnd - Íþróttafjör

Sunnudaginn 16. febrúar ætlum við að hittast í fimleikasal í Hafnarfirði klukkan 16-18. Krakkarnir geta leikið sér í salnum, hoppað á trampólíni, farið í púðgryfjuna og ærslast að vild í klukkutíma. Eftir það bjóðum við bæði börnum og fullorðnum upp á hollt snarl (ávexti og grænmeti) í veitingasal á sama stað.

Gjald fyrir þáttöku er:
Félagsmenn - 300 krónur á hvert barn - frítt er fyrir foreldra
Utanfélagsmen - 600 krónur á hvert barn - 1000 krónur fyrir fullorðna. 

Salurinn heitir Litla Björk og er í Íþróttamiðstöðinni Björk, Haukahrauni 1, Hafnarfirði (sjá kort).


Svæði