Fréttir

Jólagleði

Að þessu sinni verða haldnar tvær jólaskemmtanir á vegum Íslenskrar ættleiðingar, önnur í Reykjavík og hin á Akureyri.

AKUREYRI
Félagsmenn norðan heiða ætla að ríða á vaðið með jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna 6. desember kl. 13:00 í sal Hjálpræðishersins á Akureyri.
Jólasveinar láta sjá sig ásamt öðrum skemmtilegheitum.
Léttar veitingar verða í boði og aldrei að vita hvað Sveinki verður með í pokanum sínu.

Allir velkomnir - börn og foreldrar, ömmur og afar, frændur og frænkur og allir hinir.

Verð kr. 500 fyrir fullorðna - frítt fyrir börn.

REYKJAVÍK
Í Reykjavík verður haldið jólaball 6. desember kl. 14:00 - 16:00 í Hörpu, norðurljósasal. 
Jólasveinarnir og félagar þeirra sem mættu í fyrra ætla að koma aftur á þessu ári og passa uppá að það verði a.m.k. jafn mikið fjör og í fyrra. Það er aldrei að vita hvað þeir draga uppúr pokahorninu...
Miðaverð fyrir félagsmenn:
Börn - kr. 500
Fullorðnir - kr. 1.000
Miðaverð fyrir utanfélagsmenn:
Börn - kr. 1.350
Fullorðnir - kr. 2.750

Allir velkomnir - börn og foreldrar, ömmur og afar, frændur og frænkur og allir hinir.

Ummæli um síðasta jólaball:
Þetta er flottast jólaball sem ég hef farið á; flottar gjafir, glæsilegar veitingar og stórskemmtilegir jólasveinar
-
Takk fyrir frábært jólaball. Tek undir með öðrum að þetta var eitt það flottasta sem ég hef farið á. Meira að segja 12 ára sonurinn var ánægður og þá er mikið sagt
-
Jólaball Íslenskrar ættleiðingar er alltaf skemmtilegur viðburður. Takk kærlega fyrir okkur


Svæði