Fréttir

Málstofa í málefnum Rómafólks

Í tilefni af Alþjóðadegi rómískunnar - tungumáli Rómafólks, stendur Vigdísarstofnun fyrir málstofu með þátttöku virtra sérfræðinga í málefnum Rómafólks sem getið hafa sér gott orð fyrir áratugalangan stuðning við rómíska tungu, menningu og mannréttindi.

Hugmyndin með málstofunni er að vekja athygli á farsælum starfsháttum og áskorunum þegar kemur að varðveislu og kynningu á rómanskri tungu og menningu. Einnig verður rætt um leiðir til að deila reynslu þessa stærsta evrópska minnihlutasamfélags, sem sætt hefur ofsóknum og mismunun í aldaraðir, til annarra samfélaga um heim allan.
Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á málefnum minnihlutahópa, mannréttindum, jafnrétti, þjóðerni og verndun tungumála.
 
Sjá nánar hér
 
 

Svæði