Fréttir

mbl.is - Barniđ sem eng­inn vildi

Hasim Ćgir Khan og Ţóra Krist­ín Ásgeirs­dótt­ir
Hasim Ćgir Khan og Ţóra Krist­ín Ásgeirs­dótt­ir

Orri Páll Ormars­son 
orri@mbl.is

„Ţetta er mjög mik­il saga og mađur skynj­ar sterkt hversu mikiđ til­finn­inga­legt álag ţetta hef­ur veriđ á lítiđ barn. Ţađ hef­ur ekki veriđ auđvelt fyr­ir ís­lenska götu­barniđ ađ horfa upp á fé­laga sína eiga allt sem ţá dreymdi um sjálfa, međan ţađ átti ekk­ert. Ein­mana­leik­inn var al­gjör og eng­in völ á ţess­ari skil­yrđis­lausu ást sem viđ ţurf­um öll á ađ halda til ađ vaxa og ţrosk­ast. Ţađ er í raun ótrú­legt ađ Hasim hafi lifađ ţetta af. Al­gjört krafta­verk.“

Ţetta seg­ir Ţóra Krist­ín Ásgeirs­dótt­ir, höf­und­ur bók­ar­inn­ar Hasim – götustrák­ur í Kalkútta og Reykja­vík, sem kom út hjá JPV út­gáfu fyr­ir helg­ina. 

Ung­ur fékk Hasim Ćgir Khan vind­inn í fangiđ. Sex ára gam­all var hann sett­ur al­einn upp í lest í Gömlu-Delhí og endađi sól­ar­hring síđar í Kalkútta ţar sem eng­inn tók á móti hon­um og fólk talađi fram­andi tungu­mál. Nćstu árin var hann um­komu­laus og einn í heim­in­um. Sum­ir voru hon­um góđir en hann varđ líka fyr­ir of­beldi og kyn­ferđis­legu of­beldi ađ ţví er fram kem­ur í kynn­ingu JPV út­gáfu.

Tólf ára var Hasim send­ur yfir hálf­an hnött­inn, úr hit­an­um og mannţröng­inni í Kalkútta í snjó­inn og fá­menniđ í Ţor­láks­höfn; úr ör­birgđ í alls­nćgt­ir. Allt í einu átti hann for­eldra og systkini – en eng­inn skildi hann og hann skildi eng­an. Og ári síđar var hann aft­ur einn. Beisk­ur, sár, ráđvillt­ur og rót­laus. Rćnd­ur tungu­máli sínu og menn­ingu. Ćtt­leiđing­in hafđi gengiđ til baka; fólkiđ treysti sér ekki til ađ ala hann upp. Eft­ir ţađ lenti Hasim milli stafs og hurđar í kerf­inu á Íslandi og lifđi lífi sem eng­inn mađur get­ur óskađ sér eđa yfir höfuđ skiliđ – án ţess ađ hafa veriđ ţar sjálf­ur. Um tíma leigđi hann her­bergi međ um­renn­ing­um í miđbć Reykja­vík­ur. Enn á grunn­skóla­aldri.

Til­finn­inga­lega ţungt

Hasim fimmtán ára á rauđakrossheimilinu.
Hasim fimmtán ára á rauđakross­heim­il­inu.

„Ţađ er al­veg rétt, líf mitt hef­ur ekki veriđ auđvelt,“ byrj­ar Hasim á ljóm­andi góđri ís­lensku. „Ţađ var erfitt ađ vera ung­ling­ur á Íslandi og til­finn­inga­lega ţungt ađ eiga eng­an ađ, ţannig lagađ, og geta ekki talađ viđ nokk­urn mann um ţađ sem ég hafđi alla tíđ byrgt inni í mér.“

Hann kveđst hafa kynnst mörgu góđu fólki á ţess­um tíma en eng­inn komst inn fyr­ir brynj­una. Hasim treysti ekki nokkr­um manni. „Ég hafđi heyrt um Hasim og langađi ađ kynn­ast hon­um; saga hans vakti áhuga minn,“ rifjar Ţóra Krist­ín upp. „Hann langađi ađ segja mér sögu sína og fljót­lega kom upp sú hug­mynd ađ skrifa ung­linga­bók um líf hans. Hasim var hins veg­ar ofbođslega sćrt og reitt barn á ţess­um tíma; eig­in­lega eins og eld­s­pú­andi dreki, ţannig ađ ég tók bók­ar­skrif­in út af borđinu. Ţau yrđu ađ bíđa betri tíma, ţegar fjar­lćgđin vćri orđin meiri. Ţess­ar raun­ir voru ein­fald­lega of ná­lćgt okk­ur í tíma til ađ for­svar­an­legt vćri ađ rifja sög­una upp. Hasim var eitt stórt gapandi sár.“

Hasim er sam­mála ţessu mati. „Ég var alls ekki til­bú­inn á ţess­um tíma og er mjög feg­inn ađ ekki varđ af ţessu. Sú saga hefđi orđiđ allt öđru­vísi en sú sem ligg­ur fyr­ir í dag. Ţađ var nógu sárt og erfitt ađ rifja ţetta allt sam­an upp núna, ţegar ég bý ađ mun meiri ţroska. Í bók­inni er allt ferđalagiđ, frá vöggu og fram á ţenn­an dag.“

Upp­söfnuđ reiđi

Eft­ir á ađ hyggja kveđst Hasim hafa haft litla sem enga stjórn á lífi sínu sem ung­ling­ur. „Reiđin var upp­söfnuđ. Ég var brot­inn ţegar ég kom hingađ og ekki bćtti úr skák ađ fjöl­skyld­an sem tók mig ađ sér hafnađi mér; setti mig út á götu. Ég ţekkti svo sem hvernig ţađ var ađ vera á göt­unni en Ind­land og Ísland eru hins veg­ar eins og svart og hvítt. Í ţví sam­bandi eru veđurfariđ og menn­ing­in bara byrj­un­in. Ţađ var vissu­lega erfitt ađ vera á göt­unni á Indlandi en ţar voru samt fjöl­mörg önn­ur börn í sömu stöđu og ég. Hérna á Íslandi skar ég mig úr. Öll önn­ur börn áttu fjöl­skyldu og sam­astađ. Fyr­ir vikiđ var mun erfiđara ađ vera á göt­unni hér en á Indlandi og höfn­un­in ennţá meiri. Oft hafđi mér liđiđ illa en aldrei eins og á ţess­um tíma. Ég var gjör­sam­lega um­komu­laus. Hafđi eng­an til ađ tala viđ ţegar mér leiđ illa og eng­an til ađ gleđjast međ mér ţegar vel gekk. Eru ţađ ekki sjálf­sögđ mann­rétt­indi?“

Ţađ tók Hasim ţrjú ár ađ ná tök­um á ís­lensk­unni en hann fékk međal ann­ars hjálp frá Náms­flokk­um Reykja­vík­ur. „Ţađ var gott fólk,“ seg­ir hann međ áherslu. „Auk ţess ađ kenna mér ís­lensku var alltaf eitt­hvađ gott ađ borđa ţar en ég var alltaf svang­ur og ofbođslega horađur. Eitt­hvađ annađ en núna.“

Hann hlćr.

Hver er ég?

„Ég var ennţá reiđur út í um­hverfi mitt og lćr­dóm­ur­inn hjálpađi mér; gaf mér til­gang. Grund­vall­ar­spurn­ing­ar brunnu á mér: Hver er ég og hvar á ég ađ vera? Ég ţekkti ekki mitt eigiđ sjálf. Ég var öđru­vísi en önn­ur börn í út­liti og var reglu­lega spurđur hvađan ég vćri. Ţví gat ég ekki svarađ. Ţađ var sárt.“

– Varstu erfiđur?

„Svarađi ég ţessu neit­andi vćri ég ađ skrökva. Ég var erfiđur; vand­rćđaungling­ur, eins og ţađ er kallađ. Ég geri mér fulla grein fyr­ir ţví. Ég gerđi ým­is­legt sem ég hefđi ekki átt ađ gera og sé eft­ir ţví í dag. Ég hafnađi fólki, eins og fólk hafnađi mér. Ég kunni ekk­ert annađ.“
Ţóra Krist­ín seg­ir mik­il­vćgt ađ skođa máliđ í sam­hengi. „Hasim var bara tólf ára ţegar hann kom til Íslands, hafđi upp­lifađ ótrú­lega margt og mćtt gríđarleg­um áskor­un­um á stuttri ćvi. Hann hafđi fariđ mik­ils á mis til­finn­inga­lega. Ţegar hann kom hingađ ţurfti hann ađ lćra allt upp á nýtt; tungu­máliđ, ađ borđa, klćđa sig og svo fram­veg­is. Auk ţess sem veđurfariđ var hon­um fram­andi. Ţetta gat ekki veriđ ólík­ara ţeim heimi sem Hasim hafđi kynnst. Erfiđleik­arn­ir stig­mögnuđust og svo fór allt í háa­loft.“

Viđtaliđ viđ Hasim Ćgi og Ţóru Krist­ínu má lesa í heild í Sunnu­dags­blađi Morg­un­blađsins sem kem­ur út á morg­un. 

mbl.is - Barniđ sem eng­inn vildi


Svćđi