Fréttir

Mbl.is - Eng­ar ætt­leiðing­ar úr flótta­manna­búðum

Flótta­menn í búðum í Frakklandi. Mynd: AFP
Flótta­menn í búðum í Frakklandi. Mynd: AFP

Eng­in heim­ild er til staðar hér á landi til að greiða fyr­ir ætt­leiðing­um barna úr flótta­manna­búðum. Þetta kem­ur fram í svari inn­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Jó­hönnu Maríu Sig­munds­dótt­ur um ætt­leiðing­ar munaðarlausra barna úr flótta­manna­búðum.

Í svari ráðherra seg­ir m.a. að Íslensk ætt­leiðing sé eina lög­gilta ætt­leiðing­ar­fé­lagið hér á landi og það hafi lög­gild­ingu til að hafa milli­göngu um ætt­leiðing­ar frá Búlgaríu, Fil­ipps­eyj­um, Indlandi, Kína, Kól­umb­íu, Tékklandi og Tógó.

Þar seg­ir einnig að leitað hafi verið upp­lýs­inga um ætt­leiðing­ar úr flótta­manna­búðum í ná­granna­ríkj­un­um og að hvergi á Norður­lönd­un­um sé að finna heim­ild­ir sem leyfa slík­ar ætt­leiðing­ar. Á því standi eng­ar breyt­ing­ar fyr­ir dyr­um.

„Að mati finnskra stjórn­valda er talið rétt að var­ast slík­ar ætt­leiðing­ar þar sem marg­vís­leg­ar hætt­ur tengj­ast þeim. Þar á meðal sé mjög mik­il­vægt að virða þá grund­vall­ar­reglu sem á ensku kall­ast ,,the su­bsidia­rity principle“ en hún fel­ur í sér í stuttu máli að ætt­leiðing á milli landa eigi ein­ung­is að koma til álita eft­ir að kannað hef­ur verið til þraut­ar hvort mögu­legt sé að ráðstafa barni með full­nægj­andi hætti í heimalandi þess. Í svari finnskra stjórn­valda er einnig bent á að mögu­lega geti fylgd­ar­laust barn í flótta­manna­búðum átt for­eldra eða nána ætt­ingja á lífi. Þá er lögð þung áhersla á að mik­il­vægt sé að fá samþykki líf­fræðilegra for­eldra barns fyr­ir ætt­leiðingu. Ef þau séu á hinn bóg­inn tal­in af verði að liggja fyr­ir staðfest­ing þess efn­is með full­gild­um dán­ar­vott­orðum. Þannig sé ein­fald­lega ekki nærri alltaf hægt að ganga úr skugga um það með óyggj­andi hætti að börn í flótta­manna­búðum séu í raun í þeirri stöðu að ætt­leiðing sé ásætt­an­legt úrræði. Önnur ríki á Norður­lönd­un­um hafa tekið und­ir þessi sjón­ar­mið Finna,“ seg­ir í svari ráðherra.

Spurn­ingu þess efn­is hvort ráðherra hygg­ist beita sér fyr­ir því að auðvelda ætt­leiðing­ar frá svæðum þaðan sem flótta­menn koma svar­ar hann á þá leið að það sé fylgd­ar­laus­um börn­um í flótta­manna­búðum ekki fyr­ir bestu að auðvelda ferli við ætt­leiðingu á þeim til annarra landa, „þvert á móti er mik­il­vægt að fyllsta ör­ygg­is sé gætt enda ekki loku fyr­ir það skotið að fylgd­ar­laust barn í flótta­manna­búðum eigi for­eldri á lífi eða aðra nána fjöl­skyldumeðlimi. Þá er nær­tæk­ara, til vernd­ar þess­um börn­um, að alþjóðlegt mannúðarstarf sem þegar er til staðar í flótta­manna­búðum sé eflt og styrkt, svo sem starf­semi Rauða kross­ins, UNICEF og Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna.“

Mbl.is - Eng­ar ætt­leiðing­ar úr flótta­manna­búðum


Svæði