Fréttir

Mbl - Möguleikar einstaklinga á að ættleiða börn hverfa

Kínverjar hafa sett nýjar reglur varðandi ættleiðingar barna frá Kína. Reglurnar, sem eru mun harðari en fyrri reglur, taka gildi 1. maí næstkomandi en samkvæmt upplýsingum félagsins Íslenskrar ættleiðingar er þegar orðið of seint fyrir íslenska umsækjendur um börn til ættleiðingar að sækja um samkvæmt eldri reglum þar sem afgreiðslutími umsókna frá Íslandi er fjórir til sex mánuðir og því er ekki hægt að gera ráð fyrir að nýjar umsóknir nái til skráningar í Kína fyrir 1. maí.

Samkvæmt nýju reglunum eru hverfandi líkur á því að ógiftir einstaklingar geti fengið kínversk börn til ættleiðingar. Þá eru nú gerðar kröfur um lengri hjúskap umsækjenda auk þess sem aldurstakmörk þeirra eru þrengd og gerðar eru auknar kröfur varðandi heilsufar, tekjur og menntun umsækjenda.

Samkvæmt upplýsingum Íslenskrar ættleiðingar gera breytingarnar það að verkum að reglur varðandi ættleiðingar frá Kína eru nú svipaðar reglum um ættleiðingar frá öðum löndum, sem Íslendingar hafa ættleitt börn frá á undanförnum árum, en reglur um ættleiðingar hafa fram til þessa verið rýmri í Kína en annars staðar. Þá gera breytingarnar það m.a. að verkum eru möguleikar einstæðra Íslendinga til að fá erlend börn til ættleiðingar hverfa. Einstaklingum mun þó ekki bannað að ættleiða börn frá Kína, Indlandi og Tékklandi en þar sem hjón ganga þar fyrir eru möguleikar þeirra hverfandi. íslensk ættleiðing hefur látuð þýða nýju reglurnar og eru þær birtar á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar


Svæði