Fréttir

Mikilvægi þjónustu og fræðslu félagsins

Tímamót urðu í starfi félagsins urðu árið 2018 þegar ný fræðsluáætlun tók gildi. Með henni jókst fræðsla til umsækjenda og færðist hún mun framar í ættleiðingarferilinn en áður. Þá var tekið upp nýtt verklag þegar umsækjendur leggja fram umsókn um forsamþykki og hefur frá þessum tíma verður gerður samningur á milli umsækjanda og félagsins um þá þjónustu sem veitt er í ferlinu.

Með því að færa fræðsluna framar í ferlið er markmiðið að þekking umsækjenda á ættleiðingarmálaflokknum komist til skila inní umsögn barnaverndar. Þetta hefur stuðlað að því að fjölskyldur frá Íslandi skera sig út þegar kemur að þekkingu, þegar þær eru bornar saman við aðra umsækjendur í upprunalöndum barnanna sem félagið starfar með.

Ættleiðingarferlið getur verið langt og erfitt og telur félagið því skipta miklu máli að umsækjendur hafi stuðning frá starfsfólki skrifstofu. Tengsl myndast og tekur starfsfólk meiri þátt í ferlinu með umsækjendum. Á sumum tímamótum fær starfsfólkið miklar þakkir fyrir þennan stuðning og í dag barst blómvöndur til skrifstofu með þakklæti um þá þjónustu og fræðslu sem umsækjendur höfðu fengið í erfiðu ferli.

Þetta eru jákvæðu skilaboð dagsins í boði #Adoptionawareness


Svæði