Fréttir

Nýráðinn starfsmaður á skrifstofu

Eyrún Einarsdóttir
Eyrún Einarsdóttir

Eyrún Einarsdóttir er nýráðin starfsmaður á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, hún er fædd 1970 í Reykjavík. Eyrún er mannfræðingur að mennt.

Eyrún ólst upp í Reykjavík til tveggja ára aldurs en flutti þá til Noregs en flutti á Seltjarnarnes um sjö ára aldur og útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík af uppeldissviði 1990. Hún lauk BA gráðu í Mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2000.

Eyrún hefur starfað á sambýlum fyrir einhverfa unglinga, kennt grunnskólabörnum í Mið-Ameríku og var sjálfboðaliði hjá Amnesty International 1995 til 1996 á Kostaríka á vegum AUS alþjóðlegra sjálfboðaliðasamtaka. Eyrún var búsett á Kostaríka í fimm ár og flutti heim árið 2000.

Hún starfaði sem verkefnisstjóri hjá Ungu fólki í Evrópu, sem er styrkjaáætlun á vegum Evrópusambandsins fyrir ungt fólk, í sjö ár og síðan sem deildarstjóri erlendra nema hjá skiptinemasamtökunum AFS í eitt ár.

Í báðum þessu störfum sinnti Eyrún ráðgjöf til ungs fólks og fólki sem starfar með ungu fólki. Einnig sinnti hún ráðgjöf til íslenskra fjölskyldna erlendu skiptinemanna. Í þessum störfum var mikið um erlend samskipti . Hjá Ungu fólki í Evrópu við aðrar evrópskar landsskrifstofur og hjá AFS við aðrar AFS skrifstofur um allan heim.

Eyrún hefur haft mikinn áhuga á ættleiðingum þar sem móðir hennar er ættleidd og hefur hún því alist upp með umræðunni um málefni tengd ættleiðingum.

Eyrún er gift Carlosi Alberto Cardoza iðnaðarverkfræðingi hjá CCP og eiga þau einn son fæddan 2007, Einar Alberto


Svæði