Fréttir

RÚV - Fá að ættleiða stúlkurnar

Hæstiréttur í Medellin í Kólumbíu hefur staðfest að hjónin Friðrik Kristinsson og Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir, sem fóru til Kólumbíu fyrir tæpu ári til að ættleiða tvær stúlkur, fái að taka þær með sér heim til Íslands.

Þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu fjölskyldunnar í kvöld. Þar segir kemur einnig fram að stúlkurnar, Helga Karólína og Birna Salóme, séu orðnar löglegar dætur þeirra.

Bjarnhildur og Friðrik hafa beðið þess í 9 ár að eignast barn. Fyrir nærri ári lögðu þau af stað til Kólumbíu til að sækja telpur tvær, eftir að hafa undibúið ættleiðinguna frá 2006. Þau vonuðust til að koma heim með dætur sínan innan sex vikna. Það dróst eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að ættleiðingin hefði ekki verið unnin nægilega vel.

Fram kemur á Fésbókarsíðunni að þrír dómarar hafi dæmt í málinu og þeir hafi verið á einu máli um niðurstöðuna. Þeir hafi verið sammála um að dómari í undirrétti hafi ekki haft hagsmuni stúlknanna að leiðarljósi með úrskurði sínum.

Næstu skref í málinu eru að fá vegabréf og vegabréfsáritun fyrir stúlkurnar svo þær komist til Íslands. Hjónin eiga von á að fjölskyldan verði komin heim eftir 10 til 14 daga. 

Af fésbókarsíðu hjónanna:

„Loksins loksins loksins dómur er fallinn í Tribunal (Hæstarétti í Medellin) og var okkur dæmt í vil :D Helga Karólína og Birna Salóme eru orðnar löglegar dætur okkar. Þær eru svo yndislega fullkomnar litlar snúllur, svo innilega litlu stelpurnar okkar og núna fær því engin breytt!!! Við verðum alltaf saman!!! Við höfum beðið svooo lengi eftir þessum degi og erum við að springa úr gleði og hamingju :)
 
Það voru þrír dómara sem dæmdu í málinu okkar í þetta skipti og voru þeir allir sammála um það að dómari nr. 9 hafi ekki haft hagsmuni stelpnanna að leiðarljósi og að öll vinna ICBF hafi verið til fyrirmyndar. 

Næstu skref eru að fá vegabréf og vegabréfsáritun heim til Íslands fyrir Helgu Karólínu og Birnu Salóme. Við búumst við því að vera komin heim til Íslands eftir 10 – 14 daga og er mikil tilhlökkun hjá okkur fjölskyldunni.“

http://www.ruv.is/frett/fa-ad-aettleida-stulkurnar


Svæði