Fréttir

Skemmtinefnd

Í gær stóð skemmtinefnd félagsins fyrir íþróttafjöri fyrir félagsmenn. Mikil gleði var með þennan viðburð sem verður klárlega aftur á dagskrá hjá nefndinni. Yfir 15 fjölskyldur mættu og léku sér. Settar voru upp nokkrar brautir ásamt því að fólk gat leikið sér með bolta og sveiflað sér í köðlum. Húlludúllan mætti svo galvösk á svæðið og kenndi börnunum og foreldrum þeirra um leyndardóma húllahringja. Skemmtinefnd ÍÆ vill þakka öllum þeim sem sáu sér fært um að mæta og halda upp stuðinu. 

Laugardaginn 24. mars Páskabingó
Í mars mun skemmtinefnd bjóða uppá páskabingó fyrir félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar. Bingóið verður laugardaginn 24. mars og verður væntanlega mikið fjör, eins og alltaf. Ef einhver félagsmaður er í aðstöðu til að hjálpa til við að aðstoða við öflun vinninga eru þeir beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins.  

Sumardagurinn fyrsti, 19.apríl Afmælishátíð Íslenskrar ættleiðingar
Fjölskylduskemmtun fyrir ættleidd börn og foreldra þeirra, þá sem hafa notið milligöngu félagsins í áranna rás. Viðburðurinn verður auglýstur nánar síðar en takið daginn frá.

Laugardaginn 19. maí Viðeyjarferð
Í maí verður skemmtinefndin í sjógallanum og ætlar að sigla til Viðeyjar með félagsmenn. Þar verður leikið í fjörunni og eyjan könnuð. 

Útilega 29.júní til 1.júlí, í Brautartungu  
Löng hefð er fyrir útilegum á vegum félagsins, en síðustu ár hefur þáttaka í þeim verið dræm og hefur skemmtinefndin ekki staðið fyrir útilegum uppá síðkastið. Nú í sumar ætlar nefndin hins vegar að reyna að blása lífi í þessa fallegu hefð. Helgin 29.júní til 1.júlí hefur orðið fyrir valinu og munu félagsmenn flykkjast í Brautartungi í Lundarreykjadal. 

Félagsheimilið hefur verið vinsæll staður fyrir ættarmót, brúðkaup og aðra viðburði en í húsinu er stór salur sem rúmar um 200 manns í sæti. Öðru megin salarins er svið en hinumegin minni salur og rúmgott eldhús. Á efri hæð er setustofa með nokkrum sófum og sófaborðum. Sundlaug á staðnum, aðeins fyrir okkur og salur sem að um 30 manns geta gist í ef veður er með þeim hætti að fólk þarf að komast í skjól. Að ógleymdu tjaldsvæði sem við verðum með út af fyrir okkur þessa helgi.  


Svæði