Fréttir

Somewhere between

Fimmtudaginn 26. september munu félagar Íslenskrar ættleiðingar fá tækifæri til að horfa saman á heimildarmyndina Somewhere between þar sem skyggnist er inn í líf fjögurra unglingsstúlkna (Haley, Jenna, Ann og Fang) sem allar eiga það sameiginlegt að hafa verið ættleiddar frá Kína til Ameríku. Myndin fylgir þeim í þrjú ár þegar sjálfsvitundin er að eflast og þær eru að velta fyrir sér spurningum eins og „Hver er ég?“.

Eftir sýningu myndarinnar verður boðið upp á umræður.

Sýningin hefst kl. 20:00 í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg. Boðið verður upp á popp og kók.

Frítt fyrir félagsmenn ÍÆ og 500 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Vinsamlegast skráið þátttöku ykkar á isadopt@isadopt.is.

Hér er hægt að nálgast auglýsingu fyrir viðburðinn.


Svæði