Fréttir

Stjórnarfundur 02.06.2021

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 2. júní 2021 kl. 20:30.  

Mætt: Berglind Glóð Garðarsdóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir, Dylan Herrera, Elísabet Hrund Salvarsdóttir og Tinna Þórarinsdóttir.  

Þá tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum.  

Lísa Björg Lárusdóttir boðaði forföll og Sigurður Halldór Jesson er í leyfi frá stjórnarstörfum. 

Dagskrá stjórnarfundar  

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
  2. Askur, skýrsla skrifstofu 
  3. ICAR 7 
  4. Nac Webinar 
  5. Sumarlokun skrifstofu 
  6. Önnur mál 

1.  Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Fundargerð samþykkt.  

2. Askur, skýrsla skrifstofu 
Lítið að frétta af skrifstofu, hefur verið heldur rólegt. Rut búin að hafa nokkur viðtöl, tvö fyrstu viðtöl. 
Kristinn á fund nk. mánudag með ráðuneytinu varðandi breytingartillögur að reglugerð. 
Aðeins þrír hafa skráð sig á Kvan námskeið. Þarf að skoða hvenær umsóknarfresti lýkur. Auglýsa meðal félagsmanna. 
Vinna Dylan og Kristins enn í gangi varðandi breytingar á grunni. Verður sent á stjórn þegar það verður tilbúið. 

3. ICAR 7 
Rætt um mætingu. Stjórnarmenn ákveði sem fyrst hvort þeir sjái sér fært að mæta. 
Sýslumaður og ráðuneyti áhugasöm en hafa ekki veitt svar. 

4. Nac Webinar 
Gekk vel og allir mjög ánægðir með hvernig til tókst. Rætt um að halda aftur og jafnvel í smærri einungum. 

Innan Nac hafði verið rætt um að láta þýða nýtt skjal um breytingu umsókna frá Kólumbíu í sameiningu. Lísa ætlaði að skoða þetta og upplýsir síðar um framvindu. 

5. Sumarlokun skrifstofu 
Kristinn setti inn minnisblað á grunn til stjórnar varðandi sumarlokun og opnunartíma skrifstofu. 
Skrifstofa hefur ekki verið opnuð aftur eftir covid lokun. Spurning með framhaldið, hvort breyta eigi í fyrra horf eða ekki. Stjórn skoðar og verður tekin ákvörðun á næsta fundi. 

Minnisblað er varðar sumarfrí og sumarlokun samþykkt. 

6. Önnur mál 
6.1. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Maraþon Íslandsbanka rætt og einhverjir stjórnarmeðlimir áhugasamir um að taka jafnvel þátt en a.m.k. auglýsa söfnun fyrir félagið og gera aðeins viðburð í kringum það líkt og gert hefur verið áður. 

Fundi lokið kl: 21:23

Næsti fundur: Þriðjudaginn 10. ágúst kl. 17.


Svæði