Fréttir

Stjórnarfundur 03.06.2009

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar miðvikudaginn 3. júní 2009, kl. 17.08.
 
Mættir:
 
Ágúst Guðmundsson
Finnur Oddsson
Hörður Svavarsson
Guðbjörg Grímsdóttir
Margrét Rósa Kristjánsdóttir
Karl Steinar Valsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
 
Guðrún Sveinsdóttir sat einnig fundinn.
Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.  
 
Mál á dagskrá:
 
  1. Húsnæðismál
  2. Skipurit ÍÆ
  3. Fulltrúar ÍÆ í Nordic Adoption Council og EurAdopt
  4. Fjárhagsáætlun
  5. Önnur mál
 
1.      Húsnæðismál
ÍÆ hefur boðist að taka á leigu húsnæði fyrir starfsemina að Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Farið var yfir athugasemdir sem gerðar voru við leigusamninginn og þær samþykktar og ákveðið að húsnæðisnefndin myndi ganga að málum við leigusala. Ákveðið að flytja í júnímánuði eða um leið og húsnæðið fæst afhent.
 
2.      Skipurit ÍÆ
Formaður lagði fram drög að skipuriti félagsins. Farið yfir skipuritið og komið með athugasemdir og tillögur að breytingum. Framlagt skipurit samþykkt með áorðnum breytingum.
 
3.      Fulltrúar ÍÆ í Nordic Adoption Council og EurAdopt
Félagið skipar fulltrúa í regnhlífasamtök ættleiðingafélaga sem ÍÆ er aðili að. Ingibjörg Birgisdóttir var fulltrúi í NAC og Ingibjörg Jónsdóttir var fulltrúi í EurAdopt.
 
Stjórnin velur Margréti R. Kristjánsdóttur sem aðalfulltrúa og Guðrúnu Sveinsdóttur til vara sem fulltrúa ÍÆ í NAC. Einnig er ákveðið að Arnþrúður Karlsdóttir verði aðalfulltrúi og Pálmi Finnbogason varafulltrúi í EurAdopt. Skrifstofustjóra er falið að tilkynna regnhlífasamtökunum þessar ákvarðanir.
 
4.      Fjárhagsáætlun
Verið er að vinna að nýrri fjárhagsáætlun.
 
5.      Önnur mál
 
NAC fundurinn:
Guðrún nefndi að NAC fundurinn yrði haldinn hér á landi fyrstu helgina í september. Stjórnin þarf nú að taka ákvörðun um það hver eða hverjir verða andlit stjórnar ÍÆ á fundinum. Einnig var rætt um að fá einhvern ráðamann til þess að mæta á fundinn og ávarpa hann.
Búið var að nefna við Gest Pálsson um að hafa erindi og ræða betur við hann í framhaldinu.
 
Útilega ÍÆ:
Skemmtinefndin sér um útileguna og verður Guðrún í sambandi við nefndina.
 
Nepal staðan:
Pálmi mun vera að klára að útbúa kynningu um Nepal og ættleiðingar þaðan. Guðrún sendi fyrirspurn varðandi ferlið til Nepal, ekkert svar hefur borist enn. Einhleypt fólk hefur haft samband við skrifstofuna og allt að 25 konur hafa sýnt áhuga á að ættleiða. Einhleypir karlmenn mega ekki ættleiða frá Nepal. ÍÆ á þó enn eftir að fá það á hreint frá stjórnvöldum í Nepal, hversu hátt hlutfall af umsóknum þangað megi vera frá einhleypum.
 
Makedónía:
ÍÆ er með löggildingu frá dómsmálaráðuneytinu um ættleiðingar frá Makedóníu. Ein hjón hafa sett sig í samband við ÍÆ og langar að ættleiða frá Makedóníu. Ekki er mikið vitað um ferlið þar en vitað er að ekki er mikið um ættleiðingar þaðan.
 
Rýnihópar:
Guðrún ætlar að senda nöfn þeirra sem skráðu sig í rýnihópana til stjórnar. Finnur ætlar að halda utan um vinnu og samskipti við rýnihópa.
 
Næsti fundur áætlaður eftir 2 vikur.
 
 
Fundi slitið kl. 18.30.

Svæði