Stjórnarfundur 11.02.2020
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 11.febrúar kl. 20:30 á skrifstofu félagsins að Skipholti 50d
Mætt: Ari Þór Guðmannsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir og Lísa Björg Lárusdóttir.
Sigrún Eva Grétarsdóttir og Sigurður Halldór Jesson tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað.
Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Mánaðarskýrsla desember og janúar
- Þjónustusamningur
- Minnisblað vegna NAC fundar 31.1.2020
- Námskeið „Er ættleiðing fyrir mig?“
- Ársáætlun 2020
- Breytingar á þjónustugjöldum
- Euradopt
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt.
2. Mánaðarskýrsla desember og janúar
Mánaðarskýrsla desember rædd en vegna breytinga á uppsetningu vantaði inn hluta af texta inn. Umræðu um janúar skýrslu frestað.
3. Þjónustusamningur
Formaður og framkvæmdarstjóri undirrituðu nýjan þjónustusamning 24.janúar til 2ja ára við Dómsmálaráðneytið. Rætt um þjónustusamninginn og vinnu vegna hans næstu mánuði.
4. Minnisblað vegna NAC fundar 31.1.2020
Formaður segir frá stjórnarfundi NAC sem haldin var í Kaupmannahöfn 31.janúar, minniblað sem sent hafði verið á stjórn rætt.
5. Námskeið „Er ættleiðing fyrir mig?“
Minnisblöð frá framkvæmdarstjóra rædd, námskeið sem átti að vera í febrúar hefur verið frestað. Dómsmálaráðuneytinu hefur verið sent bréf vegna undirbúningsnámskeið fyrir ættleiðingu.
6. Ársáætlun 2020
Rætt um nýja ársáætlun.
7. Breytingar á þjónustugjöldum
Rætt um þær breytingar sem gerðar voru á þjónustugjöldum félagsins um áramót. Kynningarfundur fyrir félagsmenn var haldin 21.janúar þar sem formaður og framkvæmdarstjóri fóru yfir helstu breytingar og forsendur þjónustugjaldanna. Framkvæmdarstjóri segir að farið sé vel yfir þjónustugjöld með umsækjendum.
8. Euradopt
Formaður fer aðeins yfir ráðstefnu EurAdopt sem verður í Kaupmannahöfn 14.-15.maí. Framkvæmdarstjóri sendir kostnaðaráætlun vegna ráðstefnunnar.
9. Önnur mál
a. Kynningarfundur um ættleiðingar
Lísa segir frá hugmynd sem hún og Rut félagsráðgjafi hafa verið að skoða um að halda kynningarkvöld/fund almennt um ættleiðingar.
b. Líf kviknar
Framkvæmdarstjóri segir frá erindi frá Andreu sem gerði heimildarþættina Líf kviknar, nú er verið að skoða með að gera þætti Líf dafnar. Framkvæmdarstjóri mun hitta Andreu á fundi í næstu viku og fá að heyra betur um málið og kynnir svo fyrir stjórn.
c. Félagsráðgjafaþing 21.febrúar
Formaður og Rut félagsráðgjafi munu vera með erindi á þinginum um mátt tengslanna.
Fundi lokið 21:35
Næsti fundur fimmtudaginn 12.mars kl. 20:30