Fréttir

Stjórnarfundur 11.12.2023

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, mánudaginn 11.desember kl. 17:30.  

Mætt: Berglind Glóð Garðarsdóttir, Örn Haraldsson, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir 
Sólveig Diljá Haraldsdóttir og Svandís Sigurðardóttir sem tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað.  

Fjarverandi: Gylfi Már Ágústsson og  Selma Hafsteinsdóttir.   

Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum.  

Dagskrá stjórnarfundar  

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar  
2. Kynning á nýjum starfsmann 
3. Skýrsla skrifstofu  
4. Jólaball ÍÆ 2023
5. MRN – tilraunaverkefni - minnisblað
6. Fjárhagsáætlun 2024  
7. Önnur mál  

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Fundargerð samþykkt. 

2. Nýr starfsmaður 
Nýr starfsmaður, Thelma Rut Runólfsdóttir tók þátt í upphafi fundar og kynnti sig. Stjórnarmenn höfðu möguleika á því að spyrja hana spurninga.   

3. Skýrsla skrifstofu 
Framkvæmdastjóri fer yfir skýrslu skrifstofu. Mikið af viðtölum og fræðslu. Verið að aðstoða með umsóknir til upprunalanda. 
Farið yfir stöðuna í upprunalöndum, ekki hægt að senda fleiri umsóknir til Tékklands eða Tógó vegna fjölda umsókna þar núþegar.  
Farið yfir stöðu á verkefnum sem færð voru yfir til sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu 1.október.  
Byrjað er að safna uppfærðum gögnum vegna beiðni um að taka upp samstarf við Indland.   

4. Jólaball ÍÆ 2023 
Jólaball félagið var sunnudaginn 10.desember og gekk það mjög vel. Krakkanir skemmtu sér mjög vel og kíktu jólasveinar í heimsókn.   

5. MRN – tilraunaverkefni – minnisblað 
Farið yfir minnisblað framkvæmdastjóra um verkefni sem verið er að skoða hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu.  

6. Fjárhagsáætlun
Fjárhagsáætlun rædd og farið yfir atriði sem framkvæmdastjóri hafði sent sérstaklega á stjórn. Áætlun 2024 samþykkt af stjórn og mun framkvæmdastjóri senda áætlun á dómsmálaráðuneytið fyrir 15.desember.   

7. Önnur mál 

a. Þjóðskrá – skráninga ættleiddra barna frá Tékklandi  
Framkvæmdastjóri segir stjórn frá svari frá Þjóðskrá vegna bréfs frá ÍÆ sem sent var til þeirra frá Dómsmálaráðuneytinu varðandi skráningu barna sem eru í ættleiðingarferli frá Tékklandi. Þjóðskrá vísar erindinu aftur til ráðuneytisins og telur að beina þurfti því til sýslumanns um að staðfesta tímabundna forsjá. Stjórn fær bréfið sent til sín.   

b. Opnun skrifstofu um hátíðarnar 
Skrifstofa verður lokuð fyrir gangandi umferð á milli jóla og nýárs. Eins og áður er stöðug bakvakt og mun þeim verkefnum sem þola enga bið vera sinnt.  

c. Staða á skrifstofu ÍÆ vegna breytinga á síðustu mánuðum 
Rætt um að vel hafi verið staðið að stjórn skrifstofu félagsins þá mánuði sem framkvæmdastjóri hefur verið ein á skrifstofu.   

d. Þróun ættleiðingarmála 
Fyrirspurn kom frá stjórnarmanni um stöðuna á ættleiðingarmálum á heimsvísu. Málin voru rædd.  

 

Fundi lokið kl. 18:51 

 


Svæði