Fréttir

Stjórnarfundur 12.02.2013

Stjórnarfundur 12.02.2013

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 12. febrúar 2013 kl. 20:00

Mættir:
Anna K. Eiríksdóttir
Ágúst Guðmundsson
Árni Sigurgeirsson
Elín Henriksen
Hörður Svavarsson
Sigrún María Kristinsdóttir
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri skrifstofu og Ragnheiður Davíðsdóttir starfsmaður skrifstofu sátu einnig fundinn.

Mál á dagskrá:
Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdarstjóra vegna janúar 2013
2. Tillögur að breytingum á samþykktum félagsins sem bárust stjórn ÍÆ í janúar.
3. Viðmiðunarreglur um greiðslur fyrir fundarsetu og önnur störf samanber samþykkt aðalfundar ÍÆ 2012
4. Samingur við Rússland
5. Önnur mál

1. Skýrsla framkvæmdarstjóra vegna janúar 2013
Minnisblað lagt fram. Framkvæmdarstjóri fór yfir skýrslu vegna janúar 2013.

2. Tillögur að breytingum á samþykktum félagsins sem bárust stjórn ÍÆ í janúar.
Drög að tillögum að breytingum á samþykktum félagsins lögð fram.

3. Viðmiðunarreglur um greiðslur fyrir fundarsetu og önnur störf samanber samþykkt aðalfundar ÍÆ 2012
Minnisblað lagt fram. Lagt var til á aðalfundi ÍÆ 2012 að greitt yrði fyrir fundarsetu og önnur störf og var það samþykkt.

4. Samningur við Rússland
Elín Henriksen sagði frá því að samningurinn væri klár en ekki væri enn búið að senda greinargerðina.

5. Önnur mál
Ágúst lagði fram tillögur að tækifæriskortum eftir Kristínu Valdemarsdóttur.

 

Fundi slitið kl. 23.00
Fundargerð ritaði: Ragnheiður


Svæði