Fréttir

Stjórnarfundur 12.03.2013

Stjórnarfundur 12.03.2013

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 20:30

Mættir:
Anna K. Eiríksdóttir
Ágúst Guðmundsson
Árni Sigurgeirsson
Elín Henriksen
Hörður Svavarsson
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri skrifstofu og Ragnheiður Davíðsdóttir starfsmaður skrifstofu sátu einnig fundinn.

Mál á dagskrá:
Dagskrá:
1. Skýrsla skrifstofu fyrir febrúar
2. Aðalfundur 21.mars 2013
3. Suður Afríka (sjá áður senda fyrirspurn)
4. Bæklingur um ættleiðingu eldri barna (sjá áður sent)
5. Auglýsing um starfsmann við ráðgjöf og þjónustu eftir ættleiðingu (lögð fram drög framkvæmdastjóra á fundinum)
6. Reglur um greiðslu fyrir fundarsetu og önnur störf (sjá áður sent)
7. Merki ÍÆ (sjá áður sent)
8. Sjálfboðaliði til Íslands
9. Önnur mál

1. Skýrsla skrifstofu fyrir febrúar
Minnisblað lagt fram. Framkvæmdarstjóri fór yfir skýrslu vegna febrúar 2013.

2. Aðalfundur 21.mars 2013
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar verður haldinn í hátíðarsal Tækniskóla Íslands (gamla Sjómannaskólanum), Háteigsvegi, fimmtudaginn 21. mars 2013, kl. 20:00. Tvö framboð bárust félaginu og Anna Katrín Eiríksdóttir, Árni Sigurgeirsson, Ágúst Guðmundsson og Vigdís Ósk Sveinsdóttir gefa aftur kost á sér.

3. Suður Afríka
Fyrirspurn barst frá talsmanni áhugamanna samkynhneigðra um ættleiðingar hvort e-ð væri því til fyrirstöðu að leita að ættleiðingarsamböndum í Suður Afríku. Árið 2010 fengum við upplýsingar að Suður Afríka væri ekki að taka við fleiri löndum. Fundað var með hópnum í lok árs 2012 og rætt hvort ætti að athuga aftur með ættleiðingarsambönd í Suður Afríku.

4. Bæklingur um ættleiðingu eldri barna
Samþykkt hefur verið að gefa út bækling um ættleiðingu eldri barna. Framkvæmdarstjóri hrindir í framkvæmd og þakkar þeim sem komu að gerð bæklingsins.

5. Auglýsing um starfsmann við ráðgjöf og þjónustu eftir ættleiðingu
Reiknað er með því að auglýsing um starfsmann við ráðgjöf og þjónustu eftir ættleiðingu verði birt í laugardagsblaðinu 16.mars.

6. Reglur um greiðslu fyrir fundarsetu og önnur störf
Samþykkt var að viðmið um greiðslu fyrir fundarsetu og önnur störf séu laun skrifstofumanns. Ákveðið var að gera sérstakan samning um vöktun og önnur störf.

7. Merki ÍÆ
Nýtt merki ÍÆ verður kynnt á aðalfundi 21.mars 2013

8. Sjálfboðaliði til Íslands
Framkvæmdarstjóri og formaður hittu sjálfboðaliða í Indlandsferð í febrúar en sjálfboðaliðinn var ættleidd frá Indlandi til Svíþjóðar. Samþykkt var sú hugmynd að bjóða henni til Íslands til að segja sögu sína. Framkvæmdarstjóri hafði samband við hana og hún er tilbúin að koma hingað í maí og segja sögu sína.

9. Önnur mál
Rætt um heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar sem þarf að lagfæra. Framkvæmdarstjóra falið að kanna verð hjá nokkrum fyrirtækjum hvað myndi kosta að setja upp nýja og endurbætta heimasíðu sem er auðveld og þægileg í notkun.

Fundi slitið kl. 22:45
Fundargerð ritaði: Ragnheiður


Svæði