Fréttir

Stjórnarfundur 12.09.1985

Fundurinn haldinn að heimili formanns. Mættu voru Elín Jakobsdóttir, Sigurður Karlsson, Monika Blöndal og Guðrún Sveinsdóttir.

Rætt var um þýðingu Dammas pappíra en Sigurður var ekki búinn að tala við Jaqueline.

Ákveðið að yrði stofnuð nefnd til að taka á móti Dammas í sumar, enda þýðingarmikið fyrir félagið.
En þá verða félagsgjöld 500+500 kr til að eiga sjóð til að mæta slíkum óvæntum útgjöldum. Ákveðið var að Sigurður K. myndi sjá um að velja sér samstarfsfólk í nefndina.

Ákveðið að aðalfundurinn yrði 5. október. 
Tillaga stjórnar að nýrri stjórn:
Engilbert Valgarðsson formaður
María Pétursdóttir varaformaður
Elín Jakobsdóttir ritari
Guðrún Sveinsdóttir gjaldkeri
Monika Blöndal meðstjórnandi
Jón Hilmar Jónsson varastjórn
Sigurður Karlsson varastjórn

Talað var um að láta fólk vita á aðalfundi um að það hringi sjálft ef það vill fara út - formaður hringir ekki í það.

Talað var um að láta "ráðast" um kyn.
Óvinsælt að ákveða það fyrirfram.

Talað um að í sambandi við Damas heimsókn yrði haldinn fjöldkyldufundur úti á landi. 
Kaupa gestabók fyrir aðalfundinn.

Guðbjörg Alfreðsdóttir


Svæði