Stjórnarfundur 12.10.2022
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 12.október kl 18:15 á skrifstofu félagsins.
Mætt eru: Lísa Björg Lárusdóttir, Berglind Glóð Garðarsdóttir, Svandís Sigurðardóttir, Gylfi Már Ágústsson,
Tinna Þórarinsdóttir og Örn Haraldsson.
Fjarverandi: Brynja Dan Gunnarsdóttir
Þá tók Elísabet Salvarsdóttir þátt sem framkvæmdarstjóri félagsins.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Skýrsla skrifstofu
- Fundir með forsætisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra - minnisblöð
- Þjónustusamningur - minnisblað
- Ferð skrifstofu til UMPOD Tékklandi
- Leiga húsnæðis í Skipholti 50b
- Fræðsla á vegum félagsins
- Opið hús 16.nóvember
- Laun stjórnarmanna
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Engin athugasemdir.
2. Skýrsla skrifstofu
Farið yfir skýrslu skrifstofu.
Erum komin með lista frá Barnasmit, göngudeild barnasmitsjúkdóma um þeirra verklag og hvaða svigrúm
þau hafa til að breyta til þess að mæta óskum nýrra foreldra. Fengum tölfræði frá Tékklandi um þeirra
ættleiðingar síðustu 2 ár –töluverð fækkun heilt yfir.
3. Fundir með forsætisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra - minnisblöð
Sjá minnisblöð.
4. Þjónustusamningur - minnisblað
Sjá minnisblað.
Íslensk Ættleiðing er komin með fund með Dómsmálaráðuneytinu 25.október til þess að ræða
þjónustusamninginn.
5. Ferð skrifstofu til UMPOD Tékklandi
Ragnheiður og Elísabet fara 8. og 9. desember að hitta UMPOD, ættleiðingaryfirvöld í Tékklandi.
6. Leiga húsnæðis í Skipholti 50b
Samningurinn á húsnæði félagsins rennur út í lok maí 2023. Verið er að skoða hvort hægt sé að
fara í minna og ódýrara húsnæði.
7. Fræðsla á vegum félagsins
Mjög dræm þátttaka hefur verið á fræðslukvöldum. Stjórn ræðir möguleika um breytt fyrirkomulag
og hugmyndir að fræðslu sem nær frekar til meðlima.
8. Opið hús 16.nóvember
Vonandi verður góð mæting til að kynna starfið, bæði fyrir félagsmönnum og öðrum.
9. Laun stjórnarmanna
Stjórnarmenn íhuga það hvort að þeir vilji afsala sér launum tímabundið – hver og einn sendir
beiðni um það.
10. Önnur mál
a. Heimasíðan rædd.
b. Opna umræðu á samfélagsmiðlum með „mýtur um ættleiðingar“ nota það til að auglýsa
opna húsið – reyna að fá inn fólk sem hefur áhuga en hefur ekki séð tækifærið.
c.Tillaga um fæðingarorlofsbreytingar ræddar og þeirra afleyðingar. Stjórn ekki einróma með
hvort eigi að senda umsögn í nafni félagsins svo það verður ekki gert.
d. Barna og fjölskyldustofa – breytingar á lögum sem verða í janúar, barnaverndarnefndir lagðar niður
og verða svokallaðar umdæmisnefndir í staðinn.Ekki liggur fyrir verklag fyrir forsamþykki til ættleiðingar.
Framkvæmdarstjóri stendur í samskiptum til þess að fá þetta á hreint.
e.Skrifstofa fékk heimsókn frá Sjónarhóli, sem er ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir á Íslandi.
Fengu fræðslu um starfsemi Íslenskrar Ættleiðingar.
Fundarlok kl. 19:40