Fréttir

Stjórnarfundur 13.05.2009

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar miðvikudaginn 13. maí 2009, kl. 16.30.
 
5. fundur stjórnar
 
Mættir:
 
Ágúst Guðmundsson
Pálmi Finnbogason
Hörður Svavarsson
Karl Steinar Valsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
 
Guðrún Sveinsdóttir sat einnig fundinn.
Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.  
 
Mál á dagskrá:
 
  1. Húsnæðismál
  2. Fjárhagsáætlun
  3. Fulltrúar ÍÆ í Nordic Adoption Council og EurAdopt
  4. Ákveða hvernig umsækjendur geta skipt milli landa
  5. Námskeiðsmál
  6. Gjöld fyrir þjónustu félagsins
  7. Önnur mál
 
1.      Húsnæðismál
Félagið hefur undanfarið verið að leita sér að nýju húsnæði í ljósi þess að núverandi leigusalar hyggjast taka húsnæðið í notkun. ÍÆ hefur þó fengið staðfestingu frá leigusala um að halda starfsemi sinni áfram í húsnæðinu til 1. september. Stjórn tók þá ákvörðun á fundi að stofna nefnd vegna húsnæðismála félagsins. Í henni sitja: Ágúst Guðmundsson og Karl Steinar Valsson.
 
2.      Fjárhagsáætlun
Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 – 2010 og rætt um það hvernig minnka mætti kostnað eftir fremsta megni. Gjaldkeri stjórnar mun fara yfir fjárhagsáætlunina og kynna niðurstöður fljótlega.
 
3.      Fulltrúar ÍÆ í Nordic Adoption Council og EurAdopt
Ákvörðun tekin um að velja fulltrúa í stjórn nefndra samtaka þegar allir fulltrúar stjórnar eru mættir á fund.
 
4.      Önnur mál
Stjórn ÍÆ lýsti ánægju sinni yfir ákvörðun dómsmálaráðherra um að gefa út löggildingu fyrir ÍÆ til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá Nepal. Í framhaldi þessa mun stjórn hefjast strax handa við að styrkja böndin og afla upplýsinga við tengilið þar í landi.
 
Það eru einnig mikil tímamót að nýtt félag á vettvangi alþjóðlegra ættleiðinga hefur nú fengið löggildingu og þar með opnast möguleiki á ættleiðingum frá Póllandi. Stjórn Íslenskrar ættleiðingar fagnar þessu og sendir Alþjóðlegri ættleiðingu hamingjuóskir.
 
Stjórnin ræddi jafnframt um aldursmörk þeirra foreldra sem hafa í hyggju að ættleiða. Ákvörðun tekin um að stjórn ÍÆ myndi nú beita sér fyrir því við ráðuneytið að aldursmörkin verði þau sömu og í löndunum sem aðild eiga að Haag samningnum.
 
 
Fundi slitið kl. 17:47

Svæði