Fréttir

Stjórnarfundur 13.10.2015

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 13. október 2015, kl. 20:00.

Fundinn sátu: Hörður Svavarsson, Elín Henriksen, Ágúst H. Guðmundsson og Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir.

Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri sat fundinn.

Fundargerð ritaði: Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir.

Dagskrá:

1. Fundargerð.
Fundargerðir stjórnar gerðar á stjórnarfundum dags. 11. ágúst og 15. september sl.

Niðurstaða fundar: Samþykktar.

2. Samstarf við Víetnam.
Hörður leggur fram minnisblað um stöðu málsins. Framkvæmdastjóri ÍÆ hefur rætt símleiðis við framkvæmdastjóra miðstjórnvaldsins í Víetnam. Í samtali þeirra kom fram að til þess að hefja samstarfsferli á milli landanna þurfi að koma fram beiðni frá íslenska miðstjórnvaldinu.

Niðurstaða fundar: Stjórn mun óska formlega eftir því að IRR sendi frá sér beiðni um samstarf við Víetnam og að samtal við stjórnvöld þar verði tekin upp í kjölfarið. Þá er lagt til að ferð stjórnarmanna til Víetnam verði frestað um sinn.

3. Húsnæðismál.
Hörður leggur fram minnisblað um húsnæðismál félagsins. Ekkert hefur heyrst frá fulltrúum Reykjavíkurborgar síðan erindi ÍÆ var til umfjöllunar á fundi borgarráðs fyrir rúmum mánuði.

Niðurstaða fundar: Lagt er til að húsnæðisnefnd skoði þá húsnæðiskosti sem nefndir hafa verið til sögunnar af stjórnarmönnum með hliðsjón af þarfagreiningu sem Ágúst hefur unnið. Að því búnu skili nefndin tillögum til stjórnar til umfjöllunar og ákvörðunar um næstu skref.

4. Önnur mál.
Bréf frá Eggerti Gunnarssyni kvikmyndagerðarmanni lagt fram. Vigdís og Ágúst verða í sambandi við Eggert.

Rætt um styrki sem hafa fengist frá hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni.

Rætt um barna- og unglingastarfið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:10.

 

 


Svæði