Fréttir

Stjórnarfundur 13.10.2020

Stjórnarfundur íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 13. október 2020 kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað.

Mætt; Berglind Glóð Garðarsdóttir, Dylan Herrera, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir, Magali Mouy, Ari Þór Guðmannsson og Sigurður Halldór.

Einnig tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum. 

Dagskrá stjórnarfundar

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
  2. Askur, skýrsla skrifstofu
  3. Undirbúningsnámskeið vegna ættleiðingar
  4. Samstarf við Adoption og Samfund ungdom
  5. EurAdopt
  6. NAC
  7. Önnur mál 

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt.

2. Askur, skýrsla skrifstofu 
Kristinn fræddi um stöðu mála. 

3. Undirbúningsnámskeið vegna ættleiðingar
Kristinn sendi upplýsingar og samantekt um námskeiðið og kostnað sem meðlimir stjórnar kynntu sér. 
Þátttakendur mjög ánægðir með námskeiðið í heildina, sbr. könnun sem þeir tóku. Samantekt og þessar niðurstöður verða sendar á ráðuneytið. 

4. Samstarf við Adoption og Samfund ungdom
Lið frestað

5. EurAdopt
Ari ekki kominn með fundargerð frá fundi, mun deila henni þegar hann fær hana í hendurnar. 
Almennt nokkuð góðar fréttir, rætt um að fjölga aðilum í EurAdopt, fjölga sérfræðingum til að auðvelda samskipti milli landa. Enn óljóst hvað verður í Danmörku. 
Búið er að færa ráðstefnu EurAdopt fram til ársins 2022. 
Á fundinum hjá EurAdopt var fjallað um nýlegar rannsóknir varðandi ættleiðingar. Ari deildi glærum og punktum frá þeim rannsóknum, en um er að ræða rannsóknir frá árunum 2019 og 2020. Afar jákvætt að það sem virðist vera að koma fram í nýjum rannsóknum styður það sem ÍÆ hefur verið að gera. 

6. NAC
Elísabet sendi fundargerðina fyrir fundinn fyrir stjórnarmenn að kynna sér.
Mikið rætt um Danmörku, enn óvissa þar.
Ráðstefnu frestað til ársins 2022 í Svíþjóð 
Þá er áætlað að hafa Members meeting í Noregi í september 2021, fyrir bæði stjórnarmenn og starfsfólk skrifstofa. 

7. Önnur mál
Indlandsboðið var 2. október sl. Elísabet mætti og gekk boðið vel.
Elísabet ætlar að skrifa stutta grein um þetta til að setja inn á vefinn okkar. 

Fundi lokið kl. 22:10 

Næsti fundur : 10. nóvember kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað. 


Svæði