Fréttir

Stjórnarfundur 13.12.2010

Stjórnarfundur 13. desember 2010

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar mánudaginn 13. desember 2010, kl. 20.00

16. fundur stjórnar

Mættir:

Ágúst Hlynur Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Karen Rúnarsdóttir
Pálmi Finnbogason
Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.

Mál á dagskrá:
1. Gjaldskrá
2. Erindi frá félagsmanni
3. Önnur mál

1. Hugmyndir að nýrri gjaldskrá
Mál tekið upp aftur frá síðasta stjórnarfundi. Liggur fyrir að væntanlegar gjaldskrárbreytingar verði kynntar á fundi með félagsmönnum í janúar og á heimasíðu félagsins í framhaldinu.

Ekki er um hækkun á gjöldum að ræða heldur einungis er verið að skilgreina betur greiðslur gjalda vegna ættleiðinga.

2. Erindi frá félagsmanni
Framkvæmdastjóri leggur fyrir stjórn félagsins, erindi sem barst frá félagsmanni. Umræða tekin um málið innan stjórnar.

3. Önnur mál
Stjórn mun halda fund með einhleypum þriðjudaginn 4. janúar 2010.

Fjallað um nýleg dæmi vegna úttekta barnaverndarnefndar Reykjavíkur.

Bréf félagsins til Suður-Afríku er farið út.

Stjórn fer nú í jólafrí. Skrifstofan verður lokuð á milli jóla- og nýárs en mögulegt er að hafa samband við starfsfólk skrifstofu í gegnum síma og tölvupóst. Næsti stjórnarfundur verður haldinn mánudaginn 3. janúar á nýju ári.

Fundi slitið kl. 21.30

Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari


Svæði