Fréttir

Stjórnarfundur 14.08.2018

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 14.ágúst kl. 20:00 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.

Fundinn sátu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Magali Mouy, Lísa Björg Lárussdóttir og Sigurður Halldór Jesson. Lára Guðmundsdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir tók þátt með fjarfundabúnaði.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.

Dagskrá stjórnarfundar   

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
  2. Mánaðarskýrsla júní
  3. Minnisblað vegna ICAR ráðstefna 
  4. NAC – Members meeting 
  5. NAC – ráðstefna 2019 
  6. Fjölskylduhátíð í Gufunesi - minnisblað
  7. Önnur mál 

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt

2. Mánaðarskýrsla júní og júlí
Frestað

3. Minnisblað vegna ICAR ráðstefna
Framkvæmdarstjóri segir frá þátttöku félagsins á International Conference on Adoption Research (ICAR), góð ráðstefna, margt áhugavert kom fram á henni en dagskráin mjög þétt. ÍÆ  eina ættleiðingarfélagið á ráðstefnunni. Mikill áhugi á hlutverki og sýn félagsins á starfi við milligöngu um ættleiðingar og vakti Íslenska ættleiðingarmódelið mikla athygli. Skrifstofa skrifar minnisblað um ráðstefnuna og sendir á stjórn.

4. NAC – Members meeting
Formaður segir frá fundi NAC sem verður í Kaupmannahöfn 28.september. Formaður, framkvæmdarstjóri og félagsráðgjafi ÍÆ fara á fundinn en þar verður að fjalla um 3 fyrirfram ákveðin málefni. 1. Nordic Adoption Approach – hvernig nálgast á málaflokkinn, 2. Better Home Studies, 3. Post Adoption Services.

5. NAC – ráðstefna 2019
Ákvörðun um tímasetningu á NAC ráðstefnunni verður tekin á stjórnarfundi NAC 29.september.

6. Fjölskylduhátíð í Gufunesi – minnisblað
Farið yfir minnisblað vegna fjölskylduhátíðar sem haldin verður í september. Fjölskylduhátíðin er hluti af 40 ára afmælisfögnuði og verður félagsmönnum boðið til veislunar.  

7. Önnur mál
a. Barna- og unglingastarf.
Lagt fram minnisblað vegna fyrirhugaðs barna– og unglingstarfs í vetur. Minnisblaðið lagt mjög seint fram og nokkrar athugasemdir komu fram varðandi kostnað og skipulag. Framkvæmdarstjóri beðin um að leiðrétta athugasemdir og senda aftur á stjórn til samþykktar. Næganlegt verður að fá samþykki í tölvupósti.

b. Reykjavíkurmaraþon
Hlauparar félagsins hafa verið duglegir að safna áheitum og lítur út fyrir að barna- og unglingastarf félagsins fái byr undir báða vængi með stuðningi þeirra. Hlauparar félagsins hafa fengið hvatningu á leið sinni um götur borgarinnar, en nokkur hús á Seltjarnarnesi hafi sett fána félagsins á áberandi stað við hlaupaleiðina. Nú í ár ætlar félagið að gera enn betur og hafa hvatningarstöð til að vekja athygli á starfi félagsins og þakka hlaupurunum fyrir það sem þeir leggja á sig til styrktar félaginu.

c. Verklag vegna styrktarbeiðna
Í framhaldi af styrkbeiðni sem barst stjórn félagsins var ákveðið að útbúa verklag fyrir stjórn til að styðjast við þegar beiðnir eru metnar. Ingibjörg Valgerisdóttir og Lísa Björg Lárussdóttir taka verkefnið að sér.  

d. Heimsókn frá  miðstjórnvaldi Tékklands
Framkvæmdarstjóri segir frá væntanlegri heimsókn frá miðstjórnvaldi Tékklands, en yfirsálfræðingur og tengiliður miðstjórnavalds Tékklands heimsækja félagið dagana 9.-13.september. 

Fundi lokið kl. 21:15

Næsti stjórnarfundur miðvikudaginn 19.september kl. 20:00


Svæði