Fréttir

Stjórnarfundur 17.01.2012

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 17. janúar 2012, kl. 20:00

Haldinn í húsnæði félagsins í Skipholti.

Mættir:

Ágúst Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Vigdís Sveinsdóttir
Elín Henriksen
Jón Gunnar
Anna Katrín

Mál á dagskrá:
1. Áfangaskýrsla starfshóps um nýja ættleiðingarlöggjöf
2. Gjaldskrá ÍÆ
3. Undirbúningsnámskeið
4. Rússland
5. Nac
6. Önnur mál

1. Áfangaskýrsla starfshóps um nýja ættleiðingarlöggjöf
Í maí 2011 skipaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra starfshóp sem var einkum ætlað að taka afstöðu til einstakra ábendinga um úrbætur sem settar eru fram í skýrslunni Ættleiðingar á Íslandi sem unnin var af Hrefnu Friðriksdóttur í árslok 2010.
Starfshópnum var ætlað að skila áfangaskýrslu í júlí 2011, leggja drög að þjónustusamningi milli ÍÆ og ráðuneytis fyrir árslok 2011 og skila frumvarpi að nýrri ættleiðingarlöggjöf fyrir sama tíma.
Þann xx september 2011 sátu fulltrúar ÍÆ fund með nefndinni og lögðu fram ábendingar og athugasemdir við skýrslu Hrefnu Friðriksdóttur.
Þann 22. desember afhenti formaður starfshópsins, Þórunn Sveinbjarnardóttir, innanríkisráðherra áfangaskýrslu starfshópsins en skýrslan var lögð fram á fundi ÍÆ í loks desember.
Ljóst er af því sem fram kemur í efni skýrslunnar að starfshópur ráðuneytisins hefur ekki tekið athugasemdir og ábendingar ættleiðingarfélagsins til efnislegrar umfjöllunar.
Stjórn íÆ mun af þessu tilefni setja láta taka saman í skýrslu þá þætti sem miklu varðar að vel sé um búið í nýrri ættleiðingarlöggjöf.
Stjórn ÍÆ mun óska eftir fundi með starfshóp innanríkisráðherra til að ítreka þær áherslur sem fulltrúar þess komu á framfæri við hópinn þann…
Stjórn IÆ mun fylgja því eftir að skýrsla félagsins verði, eins og önnur gögn, lögð fram sem hluti af greinargerð með nýju frumvarpi til ættleiðingarlaga.

2. Gjaldskrá
Ný fjárlög frá Alþingi fela í sér lækkun á framlagi til ÍÆ. Ekki hefur tekist að gera þjónustusamning við ríkið og því ljóst, eins og Innanríkisráðuneyti hefur ítrekað verið gerð grein fyrir, að mikill rekstrarvandi blasir við félaginu ef það á að standa undir þeim verkefnum sem því eru falin í lögum og reglugerðum.
Stjórn ÍÆ samþykkir að taka til skoðunar hvort veruleg gjaldskrárbreyting geti tryggt lögbundna starfsemi félagsins árið 2012.

3. Námskeið fyrir verðandi kjörforeldra.
Lögð fram áætlun stjórnar um námskeið í janúar og febrúar.
Lagðir fram minnispunktar frá Elínu, Jóni Gunnari og Herði um þætti sem horfa þarf til við heildarendurskipulagningu á fyrirkomulagi og umgjörð námskeiða.
Lagt fram bréf frá Lenu Kamm um þætti er varða námskeið.
Lagt fram minnisblað frá starfsmanni skrifstofu um fjölda sem bókað hafa námskeið, afföll og stöðu þeirra í ættleiðingarferlinu.
Ákveðið með tilliti til affalla í þátttakendahópi og með tilliti til þess að þeir sem komast á námskeið geta hæglega beðið í fjóra mánuði að fresta janúarnámskeiðinu.
Framkvæmdastjóra falið að endurskipuleggja námskeiðsfyrirkomulag, hafa samband við Lene að nýju og leggja drög fyrir stjórn hið fyrsta og a.m.k. fyrir febrúarlok.

4. Rússland.
Fréttir berast nú frá Innanríkisráðuneyti um að efnisatriði ættleiðingarsamnings við Rússland séu nú svo gott sem klár og unnið sé að því að forma texta. Nánari fréttir bárust ÍÆ einnig frá Utanríkisráðuneytinu og ljóst er að mikil samvinna er milli ráðuneytanna um þetta má þessa dagana og vinna við samning er í fullum gangi. Stjórn ÍÆ fagnar þessu sérstaklega.

5. Önnur mál
NAC
Anna Katrín heldur til stjórnarfundar Nac um næstu helgi.
Lögð var fram dagskrá fundarins.
M.a. stendur til að bera saman gjaldskrár Norðurlandanna og er það mjög áhugavert.
Einnig munum við leita eftir upplýsingum um hvernig vinnu við endurskoðun ættleiðingarlöggjafar er háttað í hinum Norðurlöndunum.

Starfsmannahald
ÍÆ er í aðra röndina áhugamannafélag þar sem ólaunaðir einstaklingar bera ábyrgð á stjórnarstörfum og í hina röndina stofnun sem fer eftir ströngum laga og reglugerðarbókstaf sem gerir kröfu um fagleg vinnubrögð. Til að uppfylla eðlilega þörf fyrir starfsþróunarsamtöl og eðlilegt starfsmannahald er ákveðið að leita til mannauðsráðgjafa vegna slíkra samtala.

Fundi slitið kl. 21.30.


Svæði