Fréttir

Stjórnarfundur 19.05.2020

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn  kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað.

Mætt: Ari Þór Guðmannsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir, Magali Mouy, Sigrún Eva Grétarsdóttir og Sigurður Halldór.

Einnig tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum.  Kristinn, Elísabet og Lísa mættu á skrifstofu félagsins..          

Dagskrá stjórnarfundar   

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar   
  2. Askur, skýrsla skrifstofu
  3. Aðalfundur ÍÆ
  4. Ársreikningur 2019
  5. NAC & EurAdopt
  6. Önnur mál  

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Fundargerð samþykkt.

2. Askur, skýrsla skrifstofu
Rætt um stöðu mála hjá skrifstofu.

3. Aðalfundur ÍÆ
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu varr aðalfundi sem átti að vera í mars frestað. Aðalfundur verður boðaður 25.maí. 

4. Ársreikningur 2019
Tölulegar upplýsingar í ársreikningi 2019 samþykktar af stjórn. Ársskýrsla verður sent á stjórn til samþykktar.

5. NAC & EurAdopt
Farið yfir stöðu mála, minnisblöð formanns eftir 2 fundi EurAdopt í maí lögð fram. Nac stjórnarfundur verður 25.maí þar sem tekin verður ákvörðun um Members Meeting sem fyrirhugaður er í Osló 11.september.

6. Önnur mál
Stofnaður hefur verið vinnuhópur til að fara allar niðurstöður sýslumanns síðustu ára. Í þeim hópi verða Rut, Lísa, Berglind Glóð og Kristinn. 

Fundi lokið kl. 21:15


Svæði