Stjórnarfundur 19.08.2009
Stjórnarfundur 19. ágúst 2009
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar miðvikudaginn 19. ágúst 2009, kl. 17.15
9. fundur stjórnar
Mættir:
Ágúst Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Guðbjörg Grímsdóttir
Karl Steinar Valsson
Margrét Rósa Kristjánsdóttir
Pálmi Finnbogason
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Guðrún Sveinsdóttir sat einnig fundinn.
Fyrsti fundur eftir sumarfrí. Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.
Mál á dagskrá:
- Stutt yfirlit yfir viðfangsefni sumarsins.
- Upplýsingamál.
- Bréf frá ráðuneytinu og erindi sem hafa farið formlega frá ÍÆ
- Verkefnalisti frá Ágústi Guðmundssyni
- Nepal
- Aðalfundur NAC
- Önnur mál
1. Stutt yfirlit yfir viðfangsefni sumarsins.
Formaður lagði fram yfirlit þar sem m.a. kom fram að starfsemin Í.Æ. var á sumarmánuðum flutt í nýtt húsnæði að Háaleitisbraut 68 (Austurver) á 2. hæð.
2. Upplýsingamál.
Stjórn telur mikilvægt að hvetja og koma þeim skilaboðum áleiðis til félagsmanna um að láta stjórn og skrifstofu vita ef þeir telja sig eiga í baráttu við kerfið eða telji að brotið sé á rétti þeirra af hálfu yfirvalda. Jafnramt var rætt um nauðsyn þess að koma á betri kynningu og undirbúningi fyrir væntanlega foreldra á heimasíðu félagsins og að nauðsynlegt væri að uppfæra heimasíðu sem fyrst. Guðbjörg ætlar að taka að sér að sjá um uppfærslu á heimasíðu félagsins. Ákvörðun tekin um að félagið skyldi kynna sér nýja tækni og koma félaginu á Facebook til nánari tengsla og samskipta við félagsmenn sína.
3. Bréf frá ráðuneytinu og erindi sem hafa farið formlega frá ÍÆ.
Rætt um tilkynningu dómsmálaráðuneytis vegna óska ættleiðingafélaga um breytingu á þeirri vinnureglu sem viðhöfð er, að hvert par geti aðeins sótt um ættleiðingu barns frá einu landi á hverjum tíma, sem barst ÍÆ og öðrum ættleiðingarfélögum dagsett 28. júlí. Lagt fram og tekið til umfjöllunar. Óbreytt er afstaða stjórnarinnar um að vinna beri að því að endurskoða umræddar vinnureglur ráðuneytisins og lýsir stjórn ÍÆ yfir miklum vonbrigðum með svör ráðuneytisins og hyggst félagið sækja málið áfram af fullum þunga.
4. Verkefnalisti frá Ágústi Guðmundssyni.
Lagður er fram verkefnalisti frá Ágústi í 16 liðum og 48 undirliðum. Stjórn hyggst nýta þennan lista sem viðmið yfir þau verkefni sem félagið þurfi að taka á í framhaldinu.
5. Nepal.
Nánari upplýsingar varðandi kostnað hafa borist frá væntanlegum tengiliði ÍÆ í Nepal. Samþykki dómsmálaráðuneytisins í Nepal liggur þó ekki fyrir. Stjórn hefur ákveðið að koma málum Nepal til afgreiðslu hjá stjórnvöldum hérlendis. Mörg norrænu félaganna hyggja á að starfa í Nepal en þó hefur ekkert barn komið þaðan til hinna norrænu félaga.
6. Aðalfundur NAC.
Guðrún hefur sent félagsmönnum ÍÆ boð á fundinn í pósti. Sömuleiðis hefur dagskráin verið send stofnunum hér á landi og sett upp á heimasíðu félagsins.
7. Önnur mál.
a. Frágangur á leiguhúsnæðinu við Ármúla.
b. Rætt um bréf sem barst frá félagsmanni vegna hliðarlista einstæðra kvenna. Stungið var upp á því að halda fund með þessum félagsmönnum og tilefni til að endurskoða ferli um hliðarlistann.
Fundi slitið kl. 18.48.
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
fundarritari