Fréttir

Stjórnarfundur 20.01.1986

Mættir voru Guðrún Sveinsdóttir, Sigurður Karlsson, Engilbert Valgarðsson og Elín Jakobsdóttir.

Rætt var um nýafstaðið jólaball, það kom á óvart hvað fáir Indónesíufarar og börn mættu í þetta sinn, var ástæðan talin vera að Dammas mætti og allt gekk út á það, var rætt um að reyna að ná í Indónesíufólk aftur.

Rætt var um möguleika á að halda fjölskyldumót í Skagafirði í sumar.

Að gefnu tilefni var rætt um að koma því í fréttabréf að fólk verður að gefa sér tíma til þess að hitta Gest Pálsson eftir að komið er heim með barn.

Fréttabréf samið.

Elín Jakobsdóttir ritari.


Svæði