Stjórnarfundur 20.08.2019
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 20.ágúst kl. 20:30 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.
Mætt: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir og Sigurður Halldór Jesson.
Sigrún Eva Grétarsdóttir tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað.
Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Mánaðarskýrslur maí, júní og júlí
- NAC ráðstefna í september
- Tógó
- Kostnaðargreining
- Fræðslu – og fjölskylduáætlun 2019 – 2020
- Barna – og unglingastarf
- Önnur mál a. Reykjavíkurmaraþon, b. Ráðstefnan Gypsy Lore Society
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt
2. Mánaðarskýrslur maí, júní og júlí
Umræðu um skýrslur frestað.
3. NAC ráðstefna í september
Formaður fer yfir stöðuna vegna ráðstefnunnar 19. – 21.september. Allt að verða tilbúið.
4. Tógó
Farið yfir mál vegna Tógó og væntanlega heimsókn framkvæmdarstjóra og verkefnastjóri.
5. Kostnaðargreining
Formaður fer aðeins yfir málið, greining verður kláruð eftir NAC ráðstefnu í september.
6. Fræðslu- og fjölskylduáætlun 2019 – 2020
Áætlun kynnt, lagt fram til samþykktar og stjórn samþykkir hana samhljóða.
7. Barna – og unglingastarf
Farið yfir minnisblað vegna barna – og unglingastarfs fyrir veturinn. Stjórn óskar eftir ítarlegri kostnaðaráætlun.
8. Önnur mál
a. Reykjavíkurmaraþon
Farið yfir stöðu með maraþon, ekki búið að safna mikið af áheitum. Ingbjörg mun standa fyrir hvatningarstöð á svipuðum slóðum og árið 2018.
b. Ráðstefna Gypsy Lore Society
Minnisblað lagt fram. Félagsráðgjafi félagsins fór á ráðstefnuna.
Fundi lokið 22:30
Næsti fundur miðvikudaginn 11.september kl. 20:30