Stjórnarfundur 23.08.2022
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 23. ágúst 2022 kl. 17:30
Mætt: Lísa Björg Lárusdóttir, Berglind Glóð Garðarsdóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir, Tinna Þórarinsdóttir, Svandís Sigurðardóttir og Gylfi Már Ágústsson
Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir þátt sem framkvæmdastjóri félagsins.
Örn Haraldsson var fjarverandi.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- 6 mánaða uppgjör
- Skýrsla skrifstofu
- Fundur með Heilbrigðisráðherra - minnisblað
- EurAdopt - minnisblað
- Hague – Special Commission - minnisblað
- Fræðsluáætlun haust & vetur 2022 - minnisblað
- Grill í september
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Engin athugasemd og hafði formaður samþykkt fundargerð í tölvupósti
2. 6 mánaða uppgjör
Samkvæmt þjónustusamningnum við DMR ber ÍÆ að skila inn 6 mánaða uppgjöri vegna efnhags- og rekstrareiknings. Framkvæmdastjóri sá um gerð uppgjörs
en það er óendurskoðað. Samkvæmt öllu hefði félagið átt að vera í tapi upp á 1,3 milljónir en ákveðið hafði verið að ganga á sjóði félagsins og var fé fært yfir á rekstrarreikning. Lítillegur hagnaður er því samkvæmt uppgjörinu.
3. Skýrsla skrifstofu
Framkvæmdastjóri fer yfir verkefni og fundi sem voru í mánuðinum – minnisblað lagt fram.
4. Fundur með heilbrigðisráðherra
Framkvæmdarstjóri og formaður stjórnar áttu fund með Willum Þór heilbrigðisráðherra í júlí sl., ásamt þremur sérfræðingum ráðuneytisins. Framkvæmdastjóri ræddi
minnisblað sem lagt var fram á fundinum og eins sett sem minnisblað fyrir stjórnarfund. Á fundinum var skrifstofustjóra ráðuneytisins falið að taka að sér að skoða hvernig hægt er að bæta
stöðu ættleiddra barna í heilbrigðisþjónustunni, sérstaklega við komu barns til landsins.
Framkvæmdarstjóri sendi nýlega tölvupóst á ráðuneytið til að minna á fundinn og málaflokkinn.
5.EurAdopt
Ráðstefna á vegum EurAdopt og DIA, danska ættleiðingarfélagsins verður haldin í Kaupmannahöfn
dagana 1 – 3.september. Elísabet mun fara sem fulltrúi félagsins í stjórn Euroadopt og framkvæmar-
stjóri. Rut og Ragnheiður fara sem starfsmenn ÍÆ. Ráðstefnan er heild tveir dagar og svo er stjórnarfundur á þriðja deginum. Rennt er yfir dagskrána á fundinum.
Einn af framsögu mönnum er Jesus Palacio sem var með erindi á web-inar á vegum NAC vorið 2021.
6. Hague Special Comission
Dagana 4.-8.júlí var haldið Special Commission on the practical operation of the 1993 Adoption
Convention. Elísabet tók þátt sem formaður NAC. Ljóst er að það er farið að gera auknar kröfur
um græði í þjónustu og fræðslu. Það hefur verið gagnrýnt að í samningnum er ákvæði um að
samstarfslöndin eigi að veita þjónustu en engin krafa um hver teljist vera lágmarksþjónusta. Haag mun skilgreina það og gefa formlega út hvað skilgreint er sem lágmarksþjónusta. Þá var
mikil umræða um þjónustu í kringum ættleiðingar, bæði þjónustu fyrir og eftir ættleiðingu. Samtök
ættleiddra í Ástralíu er mótfallin ættleiðingum og telja ættleiðingar verða gerðar í hagnaðarskyni.
Samtökin gera sé grein fyrir því að mörg lönd starfa út frá hagsmunum barnsins.
7. Fræðsluáætlun haust og vetur 2022
Þann 4. sept. nk. verður fjölskyldugrill í Gufunesi. Hver og einn kemur með á grillið fyrir sig. Í október verður opið hús og kynning á starfsemi félagsins og starfsfólki. Gott ef stjórnarmenn
myndu einnig mæta og láta sjá sig. Í nóvember er fyrirhugað að hafa fyrirlestur á vegum ÍÆ,
Rut er að skoða það og mögulega fyrirlesara.
Örn stjórnarmaður lagði einu sinni fram þá tillögu að halda fund/hitting fyrir foreldra sem hafa
ættleitt. Lögð var fram tillaga á fundunum um að Örn taki að sér að stjórna slíkum fundi.
Farið var yfir önnur mál. ÍÆ tók þátt í fundi sem CARA, ættleiðingaryfirvöld á Indlandi, héldu.
Tilefni fundarins var breytingar á ættleiðingarmálaflokknum á Indlandi.
8. Grill í september
Þann 4. sept. nk. verður fjölskyldugrill í Gufunesi. Hver og einn kemur með á grillið fyrir sig.
9. Önnur mál
Engin önnur mál
Fundarlok kl. 18:20