Fréttir

Stjórnarfundur 24.01.2011

Stjórnarfundur 24. janúar 2011

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 24. janúar 2011 kl. 17.15

x. fundur stjórnar

Mættir:

Ágúst Hlynur Guðmundsson
Elín Henriksen
Hörður Svavarsson
Karen Rúnarsdóttir
Karl Steinar Valsson

Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.

Mál á dagskrá:
1. Samráð við Pasnefnd
2. Fundir um skýrslu um ættleiðingarlöggjöfina
3. Rekstraráætlun 2011
4. Staða í landamálum
5. Önnur mál

1. Samráð við Pasnefnd
Til fundarins komu Snjólaug, Helga og Kristbjörg fyrir hönd Pasnefndar. Rætt var um fræðslu um ættleidd börn fyrir fagfólk. En Snjólaug, Helga og Kristbjörg hyggjast stofna til rekstrar um slíka fræðslu fyrir utan hefðbundið passtarf sem þær sinna í sjálfboðavinnu á vegum félagsins.
Starfs- og kostnaðaráætlun Pasnefndar fyrir árið 2011 var lögð fram.
Ræddir voru ýmsir möguleikar á að koma fræðslu og stuðningi á framfæri við foreldra ættleiddra barna. Mikilvægt er að stjórnvöld axli ábyrgð og komi sumum ábendingum úr skýrslu Hrefnu Friðriksdóttur um ættleiðingarlöggjöfina þegar í stað í framkvæmd.
Klukkan 21 viku fulltrúar Pasnefndar af fundi.
Stjórn Í.Æ þakkar Pasnefnd fyrir ánægjulegan og upplýsandi samráðsfund.

2. Fundir um skýrslu Hrefnu Friðriksdóttur um ættleiðingarlöggjöfina.
Framkvæmdastjóra falið að gera tillögu að fyrirkomulagi fundaraðar.

3. Rekstraráætlun 2011.
Gjaldkeri og varaformaður taka að sér að koma með kynningu fyrir næsta fund.

4. Staða í landamálum
Rússland. Gagnaöflun, vegna samnings stendur yfir.
Tógó – gott gengi
Filippseyjar – Bréf fór til landsins fyrir viku með fyrirspurn um væntanlega löggildingu Í.Æ. þar. Ákveðið að leyta liðsinnis IRR ef ekki berast svo fljótlega.
Suður afríka - Stjórn tilnefnir Ýr Sigurðardóttir sem erindreka í landinu og felur framkvæmdastjóra að tilkynna I.R.R. um það.
Kenýa – Stjórnvöld þar eru jákvæð og ákveðið er að framkvæmdastjóri afli frekari upplýsinga við hentugleika.

5. Önnur mál
-Stefnumótunarvinna. Varaformaður tekur að sér að tilnefna forgangsverkefni af stefnumótunargrind sem byggð var eftir stefnumótunarfund stjórnar í nóvember.
-Nac spurningaskema; framkvæmdastjóra falið að afgreiða málið
-Þakkargjörð; framkvæmdastjóra falið að gera tillögur
-Endurskoðun ársreiknings; uppgjör tilbúið og verður sent til endurskoðanda í vikunni eftir að tilboða hefur verið leitað.
-Fundur um endurmótun gjaldskrár verður haldinn 27. janúar í samræmi við ákvörðun stjórnar frá því í desember. Skipulag fundarins rætt.
-Upprunafyrirspurnir ættleiddra einstaklinga hafa borist félaginu í nokkrum mæli að undanförnu. Skortur á sérstöku prógrammi um þennan þátt er tilfinnanlegur. Á það er bent í skýrslu Hrefnu Friðriksdóttur um ættleiðingarlöggjöfina að með Haagsamningi hafi stjórnvöld undirgengist það að aðstoða ættleidda við að leita uppruna síns.


Svæði